Okkar á milli - 01.02.1988, Page 8

Okkar á milli - 01.02.1988, Page 8
Hver mun svíkja í Sinkiang? Svik í Sinkiang er mögnuö saga um njósnir og gagnnjósnir. Atburðarásin er hröö og æsandi frá upphafi til enda. Höfundurinn er Adam Hall, en hann er í flokki meö Alistair MacLean, Hammond Innes og David Morr- ell, en löunn gefur út bækur þeirra allra. Hættuleg sendiför Aöalpersónan er njósnarinn 0uillers, og þegar sagan hefst hefur hann verið sendir í nýja og hættulega sendiför. En hver er raunverulegur tilgangur fararinnar sem yfir- menn hans hafa sent hann í? Mun hann komast lifandi á leiðarenda, og ef honum tekst þaö, hvaö tekur þá viö? 0uillers hefur aldrei glímt við jafn hættulega andstæð- inga, og hann kemst fljótt aö raun um, aö ekki sé alltmeð felldu. Örlagaspurningin er: Hver mun svíkja í Sinkiang - og svarið viö henni fæst aðeins meö því aö lesa þessa spennandi sögu. Nr.: 1684 Fullt verö: 1.288 kr. Okkar verö: 1.095 kr. Bókin um íþróttamann ársins Arnór Guöjohnsen var kjörinn íþróttamaður ársins 1987 hér á landi, eins og kunnugt er af fréttum. Hann flaug hingaö til lands í einkaþotu ásamt konu sinni, stansaði aö- eins fáeina klukkutíma til aö taka viö hinum eftirsótta bikar - og flaug síðan aftur til Belgíu. Fyrir síðustu jól gaf Skjaldborg út bókina Arnór bestur í Belgíu - og Veröld hefur aö sjálfsögöu valið hana sem aukatil- boö handa félagsmönnum sínum. Stærsta stundin „Þetta er stærsta stundin á ferli mínum og skemmtileg viöbót viö velgengnina síöasta vor,“ sagöi Arnór viö blaðamenn, þegar hann hafði hlotið sæmdarheitiö íþrótta- maður ársins. Hann veröskuldaöi sannar- lega þennan titil, því aö á árinu 1987 vann hann það afrek aö veröa belgískur meistari, markakóngur þarlendu fyrstu deildarinnar og var auk þess kjörinn besti leikmaður hennar. Þetta er einstakt í íslenskri íþrótta- sögu. Atvinnumaður í tíu ár Bókina um Arnór er skrifuð af Víöi Sigurðs- syni fréttamanni. í henni er saga Arnórs sögö, allt frá frumbernsku á Húsavík til þeirrar stundar síöastliöiö vor, þegar hann hampaði æöstu vegsemdum belgísku knattspyrnunnar. Einnig er sagt frá lækn- ingu ,,að handan“ og ýmsum fleiri atvikum, sem ekki hafa komið fram áður. Á tíu ára ferli sínum hefur Arnór mátt þola mikiö mót- læti, en jafnan sigrast á erfiðleikunum. Þetta er saga um dreng, sem átti sér háleit- an draum og haföi hæfileika og viljastyrktil aö láta hann rætast. Nr.: 1685 Fullt verö: 1.994 kr. Okkar verö: 1.694 kr. 8

x

Okkar á milli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.