Okkar á milli - 01.11.1988, Qupperneq 2

Okkar á milli - 01.11.1988, Qupperneq 2
BOK MANAÐARINS Saga sem grípur lesandann heljartökum Bók mánaðarins að þessu sinni er einstæð og eftirminnileg skáldsaga, sem grípur lesand- ann strax heljartökum og heldur honum föngnum frá upphafi til enda. Örlagasaga heitir hún og er eftir þýska rithöfundinn Jo- hannes Mario Simmel. Þessari bók hefur verið líkt við hina frægu ævisögu Martins Grey, Ég lifi, enda vekur hún sömu tilfinningar hjá lesendum. Örlagasaga er mikil bók að vöxtum, rúmlega 500 blaðsíður af spennandi les- efni; útgefandi er Iðunn, og þýð- inguna gerði Elísa Björg Þor- steinsdóttir, en hún hefur þýtt Kvendjöfulinn eftir Fay Weldon, sem vakti athygli í íslenska sjón- varpinu fyrir skemmstu. Vinsæll höfundur Johannes Mario Simmel er kunnur höfundur og bækur hans koma út í milljónaupplögum víða um heim. Hann var fæddur í Vín- arborg 7. apríl 1924. Foreldrar Bók mánaöarins Fulltverð: 2.480 kr. Okkarverð: 1.980 kr. Lifandi fólk í blaðaviðtali komst Johannes Mario Simmel eitt sinn þannig að orði' ,,Ég vil skrifa bækur, sem fjalla um venjulegt lifandi fólk, svo að lesandinn geti þekkt sjálfan sig í sögupersónunum og lifað sig inn í sögu þeirra og örlög.“ Ef til vill ei þetta viðhorf Simmels ástæða þess, hve bækur hans eru víðlesnar og vinsælar. Mjög margar þeirra hafa veriö kvik- myndaðar, til dæmis mánaðar- bókin okkar, Örlagasaga. Óvægin örlög Örlagasaga fjallar um mann, sem leggur allt undir í örvænting- arfullri baráttu sinni við óvægin örlög. Þetta er saga manns, sem er hrakinn út í ógæfu af eigin ást- ríðu og ákafa. Eitt sinn var hann elskaður og dáður um allan heim, en er flestum gleymdur, þegar sagan hefst. Eftir tuttuga ára bið fær hann loks tækifæri til aö sýna hvað í honum býr. En er það of seint? Hefur hann þegar steypt sjálfum sér og öðrum í glötun? Vægðarlaus frásögn Þetta er ógnvekjandi saga, sem lýsir skuggahliðum mannlífsins og afdrifaríkum atburðum vægö- arlaust, en þó af djúpum skilningi og samkennd. Engum er hlíft í þessari áhrifaríku sögu, sem er svo sannarlega spennandi frá upphafi til enda. hans voru ættaðir frá Hamborg; faðir hans var efnafræöingur, en móðirin vann við kvikmynda- gerð. Johannes Iauk stúdents- prófi í Vín og síðan háskólaprófi í efnaverkfræði. Á stríðsárunum vann hann í lyfjaverksmiðju, en að stríðinu loknu var hann túlkur hjá bandarísku herstjórninni í Austurríki. Mikil afköst Árið 1948 gerist Johannes Mario Simmel blaðamaðurog litlu síðar hefst ferill hans sem rithöfundur. Hann vann við dagblaðið „Welt am Abend“ og vikublaðið ,,Quick“, en helgaði sig ritstörf- um alfarið 1963. Afköst hans voru með ólíkindum. Eftir hann liggja tveir tugir af veigamiklum skáldsögum og auk þess leikrit, barnabækur, kvikmyndahandrit og fleira. Hann bjó lengi í Monte Carlo í Monaco, en lést fyrir fáum árum, rúmlega sextugur að aldri. 2 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.