Okkar á milli - 01.11.1988, Blaðsíða 7

Okkar á milli - 01.11.1988, Blaðsíða 7
> I 1 '( \ I ! \nn\on' SkídakapPal turr og nu ^ ^ , siaunoosoN HRnAi-oo|i Nr.: 2278 Okkarverð: 390 kr. Bók fyrir skíða- unnendur Nr.: 2279 Fullt verð: 1.250 kr. Okkar verð: 995 kr. Ástir, karlmenn og kynlíf Nr.: 2280 Fullt verð: 988 kr. Okkarverð: 790 kr. Hvernig svafstu í nótt? Skíöakappar fyrr og nú eftir Harald Sigurðsson hlýtur að vera kærkomin bók öllum skíðaunnendum. í henni er rak- in ítarlega saga þessarar vin- sælustu greinar vetraríþrótta, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis. Þetta er því bók sem þarf að vera til í bóka- skápnum hjá öllum íþróttaunn- endum. 50 frásagnir Efni bókarinnar skiptist í þrjá meginkafla. í fyrsta kaflanum er fjallað um skiðaíþróttina er- lendis, tilgátur um upphaf hennar og þróun og stuðst við margs konar heimildir. í öðrum kaflanum er greint frá skíða- íþróttinni á íslandi og í hinum þriðja birtast lifandi frásagnir þekktra skíðamanna. Þar segja hvorki meira né minna en 50 íslandsmeistarar frá því helsta sem gerst hefur á ferli þeirra. Stjörnumerkin og kynlífið eftir Judith Bennett er bók sem kon- ur lesa af forvitni og selst hefur í stórum upplögum víða um heim frá því að hún kom út. Hún er óvenjuleg að því leyti að í henni er fléttað saman stjörnuspeki og sálfræði. Undirtitill bókarinn- ar gefur vísbendingu um efni hennar, en hann hljóðar svo: Leiðbeiningar um ástina, karl- menn, kynlíf, reiði og persónu- legt vald. Góö ráö Bókin er mjög aðgengileg hvað uppsetningu varðar þannig að lesandi getur flett upp á stjörnu- merki sínu á augabragði og les- ið lýsingu á persónuleika sín- um, einkum með tilliti til mann- legra samskipta, kynhneigöar og skapgerðareinkenna. Einnig gefur höfundur konum góð ráð til þess að þær geti áttað sig betur á sjálfri sér og náð tökum á ýmsum tilfinningahömlum. Já, hvernig svafstu í nótt? Kannski illa? Þurftirðu að hefja nýjan vinnudag vansvefta og úrvinda af þreytu? Ef svo er get- ur bókin Svefn og svefnleysi ef til vill orðið þér að liði. Svefn og vaka Þessi bók er skrifuð vegna þess að almenningur hefur litla möguleika á að afla sér þekk- ingar á svefni og þeim vanda- málum sem honum geta fylgt. Höfundur hennar, Reidun Ursin, er vel þekktur fræðimað- ur á sviði svefnrannsókna. Hún fræðir okkur m.a. um eðli og til- gang svefns, drauma, tengsl svefns og vöku, áhrif álags og streitu, áhrif svefnleysis á heil- ann og líkamann almennt, or- sakir svefnleysis og hvernig bæta megi svefninn. OKKAR AMILLI 7

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.