Okkar á milli - 01.11.1988, Qupperneq 6

Okkar á milli - 01.11.1988, Qupperneq 6
NÓVEMBER- GETRAUN VERALDAR Monica áritarbóksina, Um hjarnbreiðurá hjara heims, ÍNorræna húsinu að loknum fyrirlestrisínum. Heimsókn Monicu heppnaðist vel Monica Kristensen, fyrsta kon- an sem gerðist heimskautafari og fetaði í fótspor Amundsens á Suðurpólnum, heimsótti ísland í tilefni af útkomu bókar sinnar, Um hjarnbreiður á hjara heims, sem var bók mánaðarins hjá okkur i september. Viðtöl við fjölmiðla Monica hafði stuttan stans hér á landi í þetta skipti; kom hinað aðfaranótt mánudagsins 5. september og fór aftur á þriðju- daginn. Allan mánudaginn var hún upptekin í viðtölum við fjöl- miðla, sem sýndu henni mikinn áhuga. Stöð 2 birti ítarlegt viðtal við hana, og einnig var sagt frá heimsókn hennar í flestum dag- blöðunum. Húsfyllir Klukkan 20.30 um kvöldið flutti hún fyrirlestur í Norræna hús- inu og var troðfullt út úr dyrum. Að loknum fyrirlestri sínum sýndi Monica forkunnarfagrar litskyggnir og að því búnu svar- aði hún fyrirspurnum. Mikil ánægja Fyrirlestur Monicu var í senn fróðlegur og skemmtilegur, og að honum loknum létu hinirfjöl- mörgu áheyrendur ánægju sína í Ijós með langvinnu lófa- klappi. Einnig var Monica beðin um að árita bók sína, sem boðin var til sölu í anddyri Norræna hússins. 10.000 króna úttekt Verðlaunin í getrauninni okkar eru að þessu sinni 10.000 króna úttekt hjá Ver- öld, og að vanda verður ein- ungis dregið úr réttum lausnum þeirra félags- manna, sem greitt hafa fyrri kaup sín fyrir tíunda næsta mánaðar, eða 10. desem- ber. Spurningin er af léttara tag- inu eins og áður og svarið er að finna í blaðinu: Frá hvaða landi eru Zwiesel-glösin? Skrifaðu rétt svar á svarseð- ilinn á bls. 11 eða hringdu inn rétta lausn. Síminn er 29055. Anna J. Sigurjónsdóttir var sú heppna í ágúst-getraun- inni, en hún hlaut Antler- ferðatösku í verðlaun. Við óskum henni til hamingju með töskuna. 600 manns gerðust félagar í Veröld Veröld tók þátt í sýningunni, sem ber sama nafn og klúbburinn - Veröldin ’88, en hún hófst 1. september síðastliðinn og stóð í tvær vikur. Um hundrað aðilar tóku þátt í henni og sýndu vörur og þjónustu, sem tengist fjölskyldunni. Margt var til skemmtunar í Laugar- dalshöllinni, svo sem gam- anleikhús á skemmtipalli, gæludýrasýning og margt fleira. Pýramídi úr bókum Sýningarbás Bókaklúbbs- ins Veraldar var vel sóttur og vakti mikla athygli, en í honum var meðal annars hlaðinn pýramídi úr,3000 bókum. Rúmlega 600 manns gerðust félagsmenn í Veröld meöan á sýning- unni stóð, og við bjóðum þá alla hjartanlega velkomna. 6 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.