Okkar á milli - 01.01.1989, Blaðsíða 2
BÓK MÁNAÐARINS
Býr íslendingur hér? eftir Garðar Sverrisson
f
Einhver mesta þolraun sem
íslendingur hefur lifað
Leifur Muller ásamt tíkinni sinni, Tanja. Þetta
er ein afsíöustu myndunum sem teknar voru
af Leifi, þvi að hann lést 24. ágúst 1988, 67
áraaö aldri. Honum auönaöistþvíekki aó sjá
bók sína og verða vitni að þeim frábæru
viðtökum sem hún hefur hlotiö. (Ljósm.:
Mannlíf- Gunnar Gunnarsson).
L'M'•/"
'J o J O '5
Bók mánaðarins
Fullt verö: 2.680 kr.
Okkarverö: 2.145 kr.
535 kr. afsláttur
Býr íslendirtgur hér, minningar
Leifs Muller eftir Garðar Sverr-
isson var ein af metsölubókun-
um fyrir síðustu jól og hlaut
mjög góöa dóma gagnrýnenda.
f bókaþætti á Stöö 2 taldi Jón
Óttar Ragnarsson hana meöal
áhrifamestu ævisagna síöustu
ára og gaf henni þrjár stjörnur.
Veröld er því sönn ánægja aö
bjóöa félagsmönnum sínum
þessa nýju og athyglisverðu
bók.
í vernduöu umhverfi
Leifur Muller ólst upp í vernd-
uöu umhverfi á Stýrimannastíg
15 í Reykjavík. Faðir hans var
vel stæöur kaupmaður, rak
Verslun L.H. Muller í Austur-
stræti og var auk þess þekktur
fyrir mikla þátttöku í íþrótta-
hreyfingunni. Allir Reykvíkingar
þekktu L. H. Muller. Hann
brýndi fyrir syni sínum ungum
aö hver maður væri sinnar
gæfu smiður; taldi sig hafa
sannreynt þaö á sjálfum sér
þegar hann fluttist frá Noregi
eignalaus maöurárið 1906.
Snögg umskipti
Fullur bjartsýni hélt Leifur Mull-
er út í heim sautján ára gamall
til aö afla sér menntunar og
dvaldist í Noregi. Nokkru eftir
hernám nasista er hann svikinn
í hendur Gestapo og sendur til
Sachsenhausen, hinna ill-
ræmdu útrýmingarbúða í Þýska-
landi. Þar verður hann fangi
númer 68138 - réttlaus þræll
meðal þræla.
Ólýsanleg grimmd
í nöturlegum heimi útrýmingar-
búöanna lendir Leifur í ein-
hverri mestu þolraun sem ís-
lendingur hefur lifaö. Ólýsanleg
grimmd, þjáningar, miskunnar-
leysi og mannleg niöurlæging
uröu hlutskipti hans og særöu
hann þeim sárum sem aldrei
gréru og aldrei gátu gróiö.
Mögnuö frásögn
Garðar Sverrisson hefur ritað
þessa miklu örlagasögu og
skapað magnaöa og eftirminni-
lega frásögn sem á engan sinn
líka. Hann bregöur upp
ógleymanlegum myndum
hverri af annarri: af Englend-
ingunum í hegningardeildinni,
Ivani litla og Óskari Vilhjálms-
syni, gamla manninum sem gat
ekki gengið í takt og ungu
drengjunum sem féllu í valinn,
einir og yfirgefnir - sviptir trú og
miskunn guös og manna.
Þetta er bók sem snertir djúpt
alla sem hana lesa.
2
OKKAR Á MILLI