Okkar á milli - 01.01.1989, Blaðsíða 10

Okkar á milli - 01.01.1989, Blaðsíða 10
Nr.: 2332 Okkarverð: 890 kr. Ný bók um kynlífið 101 spurning og svör um kynlíf er ný bók, sem gefur skýr svör við þeirri eitthundrað og einni spurningu sem mörgum bæði ungum og gömlum er oft efst í huga. Bókin er mjög aðgengi- leg í uppsetningu og því hand- hægt uppflettirit. Fáfræöi og leynd Kynlífið er einn mikilvægasti þátturinn í lífi sérhvers manns. Þó er þessi þáttur hjúpaður fá- fræði og leynd og veldur því oft erfiðleikum. Hvernig er best að örva kynhvöt konu? Hverskon- ar sjálfshjálp er áhrifaríkust til að bæta úr kynferðislegum vandamálum? Er nokkur mun- ur á „kynhvöt" drengja og stúlkna? Svörin við þessum og ótal fleiri áleitnum spurningum er að finna í þessari forvitnilegu bók. Nr.: 2333 Fullt verð: 1.494 kr. Okkarverð: 1.120 kr. Berorð og hispurslaus Skáldsagan Lucky, sem á ís- lensku hefur hlotið nafnið Hatur og heitar ástríður er eftir Jackie Collins, sem er systir leikkon- unnar frægu, Joan Collins. Kunnasta saga hennar er Eig- inkonur i Hollywood, sem líka hefur verið þýdd á íslensku. Hneykslanleg Jackie Collins er nú í hópi víð- lesnustu höfunda á Vesturlönd- um. Sögur hennar hafa verið kvikmyndaðar, til dæmis hafa verið gerðir sjónvarpsþættir eft- ir Eiginkonum ÍHollywood, sem sýndir hafa verið hér á landi. Bækur Collins eru um margt óvenjulegar og því ekki að undra þótt fólki leiki forvitni á að lesa þær. Frásögnin er bein- skeytt, fyndin á köflum, en oft hneykslanlega hispurslaus og berorð. Nr.: 2334 Fulltverð: 1.488kr. Okkarverð: 1.150kr. Metsölu- höfundur Skáldsagan Leyndarmál er eftir Danielle Steel, sem er í fremstu röð höfunda fjölskyldu- og ást- arsagna nú á dögum. Hún fjall- ar um kvikmyndastjörnur, leyndarmál þeirra, ástir, vonir og ótta. Þetta er saga mikilla átaka og tilfinningahita. Níunda bókin Bækur Danielle Steel seljast í milljónum eintaka og eru iðu- lega í efstu sætum metsölulist- anna í Evrópu og Ameríku. Leyndarmál er níunda bókin eftir hana, sem þýdd hefur verið á íslensku, en Setberg hefur gefið þær allar út. Hinar bæk- urnar eru: Gleym mér ei, Lof- oróið, Hringurinn, í hamingju- leit, Þú sem ég elska, Vegur ástarinnar, Allt fyrir þig og Ör- lagaþræðir ástarinnar. Fréttablað Veraldar, íslenska bókaklúbbsins. Kemur út mánaöarlega. Aðsetur: Bræðraborgarstígur 7, pósthólf 1090, 121 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Kristín Björnsdóttir. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Ljós- myndari: Magnús Hjörleifsson. Prentverk: Steinmark. 10 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.