Okkar á milli - 01.01.1989, Blaðsíða 6

Okkar á milli - 01.01.1989, Blaðsíða 6
Minnisatriði um líf skálda Jón Óskar skáld er í hópi braut- ryðjenda nútímaljóðsins hér á landi; einn af atómskáldunum frægu. Veröld býður nú þrjár bækur eftir hann, sem Fjölvi hefur gefið út: Tvö síðustu bind- in af hinum skemmtilegu end- urminningum hans um líf skálda og listamanna í Reykja- vík á sjötta áratugnum, Borg drauma minna og Týnda snill- inga, og auk þess ritgerðar- safnið Vitni fyrir manninn. Gagnrýnendur luku miklu lofs- orði á minningabækur Jóns Óskars, þegar þær komu út, enda eru þær gagnmerk heim- ild um sinn tíma og góð lýsing á vandamálum og viðfangsefn- um nýrrar kynslóðar í skáld- skap. Andrés Kristjánsson sagði um fyrsta bindi minning- anna, að hófsöm kímni og for- dómaleysi einkenndi frásögn Jóns Óskars og kvaðst ekki lengi hafa lesið bók sér til meiri ánægju. Og Kristján frá Djúpa- Iæk sagði: ,,Ég gat ómögulega hætt við bókina fyrr en hún var öll.“ _______________________ Nr.: 2324 Okkarverð: 980 kr. Fyrsta bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar Þegar smásagnasafnið Níu lyklar eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son kom út fyrir jólin 1986, voru flestir sammála um, að sjaldah hefði nýr höfundur hafið ritferil sinn á jafn glæsilegan hátt. Fyr- ir síðustu jól kom síðan fyrsta skáldsaga þessa unga rithöf- undar, Markaðstorg guðanna, og vakti mikla athygli. Ólafur Jóhann Ólafsson er 26 ára gamall Reykvíkingur, sonur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar skálds. Hann hefur lagt megin- áherslu á raunvísindi, en jafn- framt hefur hugur hans hneigst að fagurfræði og bókmenntum. Það er enginn byrjendabragur á sögunum í Níu lyklum; þvert á móti bera þær vott um öguð vinnubrögð, látlausa en list- rænaframsetningu. Nr.: 2325 Okkarverð: 1.186 kr. 6 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.