Okkar á milli - 01.01.1989, Blaðsíða 4

Okkar á milli - 01.01.1989, Blaðsíða 4
Nasistum tókst að laða fram villimennskuna í almenningi Leifur Mullerog GarðarSverrisson. Þeir teróuðust meðal annars saman á söguslóðirnar, Sachsenhaus- en ÍÞýskalandi, þarsem fangabúðirnar voru. Um þá ferð segir Garóar: ,,Þá skildiég margt beturog fékk betri innsýn iþað sem Leifurhafði reynt.“ (Ljósm. Mannlíf- Gunnar Gunnarsson). Eftir fjörtíu ára þögn ákvaö Leifur Muller að segja sögu sína af hreinskilni og ein- lægni og draga ekkert und- an. Hann fór á söguslóðirn- ar í Sachsenhausen ásamt Garðari Sverrissyni, á með- an þeir unnu að ritun bókar- innar. Það var í marsmánuði á síðasta ári, og förin hafði að vonum mikil áhrif á Leif. Ekki mátti seinna vera að skrásetja þessa ótrúlegu frásögn, því að Leifur Muller lést í Reykjavík 24. ágúst 1988, 67 ára að aldri. Eitt af mörgu sem vekur at- hygli lesandans er, hve Leif- ur er sáttur við sjálfan sig og hve lítinn kala hann ber til nasistanna. í lokakafla bók- arinnar farast honum orö á þessa leið: Ekki hatur í huga „Þegar ég lít til baka og rifja þetta upp er mér hvorki hat- ur né hefnd í huga. í raun og veru hef ég aldrei borið hefndarhug til þessara manna, ekki eitt andartak. Ég held ég hafi hreinlega ekki nennt því - fundist það of mikið álag fyrir mig sjálf- an. í mínum huga er heldur ekki nóg að takmarka ábyrgðina við nasistaná eina. Ef þýsku þjóðinni hefði ekki geðjast svona vel að þeim hefðu þeir aldrei orðið annað en brjóstumkennan- legur götuskríll. Svona menn ná ekki völdum nema þeim takist að laða fram villimennskuna í almenn- ingi. Nasistum tókst það. Þeim tókst líka að fá at- vinnurekendur og mennta- menn í lið með sér, en án þeirra hefðu hugsjónirnar aldrei orðið að veruleika.“ Vissu hvaö geröist Og í sama kafli er einnig eft- irfarandi frásögn, sem vissulega vekur til umhugs- unar: „Hér á íslandi eru furðumargir sem trúa því að fólk hafi ekkert vitað af fangabúöunum og því sem þar gerðist. Menn trúa þessu þrátt fyrir þá staöreynd að Þýskaland var allt útbíað í fangabúðum þar sem þús- undir Þjóðverja sinntu fangavörslu og ýmsum öðr- um störfum. Aragrúi fyrir- tækja stórra og smárra, keyptu vinnuafl okkar og vissu starfsmenn þess mætavel hvernig farið var með okkur. Oft vorum við líka notaðir í vinnu utan fangabúðasvæðisins, í vegavinnu og þess háttar þar sem þúsundir og aftur þúsundir sáu okkur, grind- horaða, strita meö vopnaða SS-menn yfir okkur. Og auðvitað barst þetta allt í tal manna á meðal... íslendingar líka Ég get skilið að Þjóöverjar vilji að þetta hafi verið öðru- visi, vilji láta líta út eins og þeir hafi ekkert heyrt og ekk- ert séð. Hitt er mér meiri ráð- gáta hvers vegna íslending- ar sem bjuggu í Þýskalandi á þessum árum þurfa að láta svona, hvers vegna þeir geta ekki sagt hreinskiln- ingslega frá því sem fyrir augu og eyru bar. Annað slagið birtast viötöl viö þessa menn um árin í Þýskalandi. Þar virðast þeir ekki hafa séð neitt athuga- vert eða haft yfir neinu að kvarta fyrr en sprengjuflug- vélar Bandamannafóru allt í einu að valda þeim ónæði.“ *? 4 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.