Bílddælingur - 20.08.1950, Blaðsíða 6

Bílddælingur - 20.08.1950, Blaðsíða 6
BÍLDDÆLIFCIUR - 50 ÁGUST 1950 D.DX verkamenn, sem lausn þeirra frá kvaðarvinnu og liöftum gildanna, og Linir borgaralegu sagnfræðingar vorir sjá aðeins þessa hlið máls- ins. Hins vegar geta þessir nýju frelsingjar ekki selt sjálfa sig, fyrr en rænt hefur verið af þeirn öllum framleiðslutækjunum og þeir sviftir því öryggi um aflcomu aína, sem gamla lénsskipulagið tryggði þeim. Saga þessarar eignarréttarsviftingar er skráð á spjöld mann- kynssögunnar með hlöði og eldi." Iðnaðajtauðvaldið kom til sögunnar á 16. öldinni, þegar launavinna hófst f verkstæðunum. Það þréaðist hægt, því að auðvaldsframleiðslan útrýmdi ekki 'í einu vetfangi hinum frjálsu handverksmönnum og heim- ilisframleiðslu hændafjölskyldunnar, sern var sjálfri sér nóg. En auðvaldsafurðirnar, sem framleiddar voru með vinnuskiptingu á verk- stæðunum, voru misJcunnarlaust boðnar lægra verði en afurðir hand- verksmannanna. Gildin o^ sveinafélögin, sem haldið höfðu vörð um verðlag og vinnugæði, gatu ekki staðizt stöðuga framrás auðvalds- framleiðslunnar. Auðvaldið hefur frá upphafi byggt tilveru sína á því að arðræna hinn snauða fjölda, en þrátt fyrir það markar pað ný spor áfram á framfarabraut mannkynsins. í stað áhaldanna, sem tekin voru úr hönd- um verkamannanna, kom stórkostlegur vélaútbúnaður, sem aafnaði að sér hópum verkamanna til sameiginlegs átaks. Yinnan sjálf varð fé- lagsleg. Samkeppnin og kapphlaupið eftir gróða örvaði vísindalegar rannsóknir og almennar framfarir á sviði þekkingarinnar. Tæknilegum framförum fleýgði meira fram en dæmi voru til áður, þa.r til einok- unarhringarnir sáu sér hag í því að sölsa undir sig nýjar uppfinn- ingar til þess að koma í veg fyrir hagnýtingu þeirra. Auðvaldsþróunin hafði í för með sér úmbyltingu á lífi mannanna. Einstaklingar, sem rifnir höfðu verið upp með rótúm úr sínurn gamla jarðvegi, ólust upp við harðræði og höfðu að leiðarstjörnu drauma . um ný ævintýri. Sjóndeildarhringurinn víkkaði og mönnum af fjarskyld- asta uppruna ægði saman. Verkamennirnir kröfðust alþýðumenntunar, og jafnvel atvinnurekendurnir urðu að viðurkenna, að hún væri nauð- synieg. , A En þessar framfarir kostuðu oujaræðilegar mannlegar þjaningar. Dvi frelsi auðvaldsins hefur einnig leitt til þess, að verkamennirnir geta ekki lifað, nema þeir geti selt vinnuafl sitt. Auðvaldið hefur avift þá örygginu um afkomu sína. Nolckrir þeirra hafa orðið kapítal- istar, meðlimir auðmannastéttarinnar, en milljónirnar hafa orðið að halda áfrara að strita og skapa auð fyrir fámenna yfirstétt. Verka- menn geta aldrei vitað, hve leng-i atvinnan muni haldast, Einmitt þegar launin cru sæmileg og atvinnulífið blémgast, er kreppan á næsta leiti og milljónir rnanna verða atvinnulausár. Meira að segja þegar engin kreppa er, er framleiðsluaðferðunum breytt, svo að vél- arnar vinna meira en áður og færri verkamanna er þörf. 3?á er og verkamönnum sagt upp atvinnu, vegna þess að þeir eru of seinvirkir eða of gamlir til þoss að vinna það verk, sem þoim er ætlað. A síðustu árum hafa alþýðutryggingar veitt verkamönnum nokknar réttarbætur, þótt þær séu frámunalega fátæklegar. Raunhæft "fólags- logt öryggi" fyrir launavinnumenn felur í sér meira en svo, að nokk- ur auðvaldsstjórn hafi til þessa gert tmlraun til að skapa það. Auðvaldið hefur, með öllu sínu grimma arðráni, skapað hin tækni- legu skilyrði fyrir allsnægtum. Það hefur kennt verkamönnunum að skilja þýðingu baráttunnar og samheldninnar og opnað lciðina til sósíalismans. (Sölvi Blöndal hagfr. íslenzkaði.)

x

Bílddælingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bílddælingur
https://timarit.is/publication/850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.