Neisti


Neisti - 24.09.1941, Blaðsíða 1

Neisti - 24.09.1941, Blaðsíða 1
Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR 9. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 24. sept. 1941. 12. tbl. Dýrtíðarmálin. Um fátt er nú meira talað manna milli en dýrtíðina. Er það öllum Ijóst að verkamenn, sjómenn og Iáglaunafólk er miklum mun ver sett nú en fyrir styrjöldina. Það eina sem komið hefir í veg fyrir að mikill fjöldi fólks þessa færi ekki á vonarvöl, er það, að atvinna hefir aukizt í landinu, sem að nokkru leyti hefir bætt afkomuskil- yrðin. Strax i stríðsbyrjun ' var hugs- andi mönnum það ljóst, að til hreinna vandræða horfði í þessum málum, ef ekkert yrði að gert. Má í þessu sambandi sérstaklega benda á greinar hagfræðinganna Gylfa Þ. Gíslasonar og Jóns Blöndal um þessi mál. Hinn síðarnefndi ritaði hverja greinina á fætur annari í Alþýðublaðið og vakti athygli á því hvert stefndi, jafnframt þvísem hann benti á tillögur til úrbóta. Þessar tillögur voru þó að engu virtar og ekkert aðhafst til þess að stemma stigu fyrir þvi, að ís- lenzkir peningar yrðu fullkomlega verðlausir og fullt öngþveiti skap- aðist. Vegna ofríki Ólafs Thors í ríkisstjóminni, fékkst ekki einu sinni að taka útflutningsgjald af hinum gífurlegu sölum togaranna í Englandi síðari hluta ársins 1939 og árið 1940. Hefði þar þó fengizt allveruleg fúlga, sem hefði mátt nota síðar til þess að stemma stigu fyrir dýrtíðarflóðinu. Fjölda margir héldu því fram, og þá sérstaklega Kommúnistar, áð út af fyrir sig gerði það ekkert til, þó verðhækk- un yrði á neyzluvörum almennings, ef kaupgjald hækkaði að sama skapi. Síðar hafa þeir reynt að breiða yfir þetta með þeim full- yrðingum, að visitalan væri röng, tilbúin launþegum í óhag. Það má að sjálfsögðu deila um það óendan- lega, hvort vísitalan sé rétt fundin eða eigi. Hitt er háskaleg villa og engum háskalegri en launþegunum sjálfum, að halda því fram,. að ekkert geri til þó dýrtíð fari vax- andi, ef kaup launþeganna vaxi að sama skapi. Ört vaxandi dýrtíð skapar óeðlilega verðrýrnun pen- inganna, sem leitt getur til algers efnahagslegs hruns, ef ekki er að- gert í tíma. Hægt er að gera sér í hugarlund hversu fara mundi, ef hernámsþjóðirnar hættu skyndilega þeim atvinnuaðgerðum, sem þær hafa haft hér s. 1. ár. Þá er það og augljóst, hversu verðgildi sparifjár landsmanna minnkarhröðum skref- um, jafnframt því, sem verðgildi fasteigna og annara eigna vex ó- eðlilega mikið. Þarf eigi fremur að fjölyrða um þetta. Það mun nú flestum, ef ekki öllum, ljóst hvert stefnir. Hitt eru menn ekki sam- mála um, hverjar Ieiðir skuli farnar til úrbóta. Afskipti þess opinbera af þessum málum, hafa verið næsta fálm- kennd og lítt til þess vaxin að vekja traust ahnennings á því, að þaðan væri skjótra og varanlegra aðgerða að vænta. Sérhagsmunir einstaklinga og pólitiskra flokka hafa þar ráðið meiru um en heill alþjóðar. Óeðlileg togstreyta um ímyndaðan pappírsgróða hindrað framkvæmdir, sem þó voru heim- ildir fyrir hendi að gera. Þegar gerð var tilraun til þess að rétta hag útgerðarinnar á sín- um tíma, voru sett inn í lög fþau er fjölluðu um þau efni ströng á- kvæði um verðlag innlendra vara, kaupgjald þeirra er laun tóku í peningum o. fl., til þess að koma í veg fyrir að dýrtíð í landinu yk- ist óeðlilega mikið. Árið eftir er lögum þessum var breytt, var tekið út úr þeim verðlagsákvæðið á ís- lenzkum framleiðsluvörum. Þrátt fyrir það, að yfirlýsingar væru gefnar um, að þessar vörur skyldu ekki hækka meir en heimilt var að hækka laun, var það loforð eigi haldið, vörurnar hækkuðu stórkost- Iega í verði, og þar með var dýr- tíðarflóðinu raunverulega hleypt af stað. Síðar var það fyrir atbeina þeirra manna, er stóðu að stórút- gerðinni, sbr. það sem að framan er sagt, að ekki fékkst samkomu~ lag í ríkisstjórninni um það, að taka eðlilegt útflutningsgjald afhin- um gífurlega stórgróða af ísfisk- sölunni í Bretlandí. Ásíðasta þingi voru samþykkt svokölluð dýrtíðar- lög, að vísu stórgölluð, en þó til bóta, ef þeim hefði verið fram- íyigt- Þar var ákveðið að lækka mætti farmgjöld. Það hefir ekki verið framkvæmt. Þar var heimilað að fella niður ýmsa tolla af nauð- synjavörum. Þar hefir ekki verið framkvæmt. Það var ákveðið að leggja mætti á útflutningsgjald, allt að 10 af hundraði. Það hefir ekki verið framkvæmt. Lítur nú helzt út fyrir að það sé dautt mál^ þar sem verð aðalútflutningsvör- unnar, fiskjarins, hefir með samn- ingum við Breta varið lækkað svo stórkostlega, að öllum ber saman um að ókleyft sé að taka þar af útflutningsgjald. Hinsvegar er svo frá samningum gengið, að fram- leiðendur (íslendingar), en ekki kaup»ndur (Bretar) eiga að greiða þetta gjald, ef það yrði lagt á. Þar var heimilað að verja allí

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.