Neisti


Neisti - 24.09.1941, Blaðsíða 3

Neisti - 24.09.1941, Blaðsíða 3
NEISTI gangur kommúnista hin furðuleg- asti en þó um leið til þess eins- fallinn að vekja grun um að all óþyrmilega muni flett ofan af starfsemi þeirra í Evrópu undan- farin ár. Þar muni rétt frá skýrt, en þeim þyki hentara að frá slíku sé ekki skýrt, enda ekki til þess ætlast, að fjöldinn skygnist á bak við tjöldin. Kommúnistar hafa nú teflt fram á ritvöllinn skáldinu H. K. Laxness, sem þeir nota oft til ýmissa hreingerninga og skrifa, sem sjálfir foringjarnir vilja síður skipta sér af. Hagfræðingurinn Benjamín Eiríksson hefir svarað Halldóri í Alþýðublaðinu og leiðir rök að því, að Laxness hafi ekki lesið bókina heldur skrifað umsögn sína eftir ritdómi sem birtist í tímariti kommúnista vestan hafs. Það er engin nýlunda að M. F. A. gefi út slíkar bækur sem þessa, mjög umdeildar. Má t. d. benda á íHrunadans Heimsveldanna« og •Hitler talar«. Sjálfsagter að gefa ísl. lesendum kost á að kynnast slíkum bókum. Sjálfir munu ísl. lesendur vera svo þroskaðir, að þeir fyrirfram muni ekki ákveða það hvort einhver bók er »reifari« «falsrit« eða annað slikt. Þeir munu lesa bókína með athygli, og þá fyrst láta uppi skoðun sína um hana. Annars er þaö ekkert nýtt að Halldór Kiljan Laxness fari með fleipur og fjarstæðu, þegar hann ritar um stjórnmál eða það sem snertir afstöðu og »línur« kommú- nista. í Þjóðviljanum 27. sept. 1939, er Halldpr hafði með miklum ijálgleik lýst blessun sinni og ann- arra íslenzkra kommúnista yfir samningi Hitlers og Stalíns, segir hann svo um fasismans: »Um leið er baráttan gegn fas- ismanum ekki lengur einkunnarorð nema með takmörkuðu innihaldi, broddurinn hefir uerið sorfinn af þessu hœttulega vopni auðvaldsins, (þ. e. fasismanum) vígtennurnar dregnar úr þessu villidýri, sem átti að rífa bolsann á hol, Eftir er gamall spakur seppi, sem enginn bolsévíki telur framar ómaksins vert ad sparka l svo um munar«. (Leturbr. hér). Svo mörg eru þau orð. Ætli þeir séu margir núna, sem vilja taka undir þessi orð Laxness. Hinn »gamli spaki seppi« hefir nú marið Nú fer eg og kaupi: kaffi, sykur og hveiti í brauö til vetrariits hjá Gesti Fanndal. Tilkynning frá ríkisstjórninni. Brezka flotastjórnin hefur tilkynnt íslenzku ríkisstjórninni að nauðsynlegt sé að öll skip, 10 tilt750 smálestir að stærð, fái endur- nýjuð eins fljótt og hægt er, ferðaskírteini þau, sem um ræðir í til- kynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz 1941. Skírteini þessi fást hjá brezku flotastjórninni í Reykjavík, Akur- eyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 5. sept. 1941 Sauðfjárslátrun byrjuð. Seljum kindakjöt í heilum kroppum á eftirtöldu heildsöluverði. 1. fl. kr. 3.20 pr. kg. 2. — — 3.05 — — 3. _ _ 2.90 - - Sláfurhúsið. TILKYNNING. Reikningar Siglufjarðarkaupstaðar — bæjarsjóðs, vatnsveitu, rafveitu, hafnarsjóðs, mjólkurbús, sjúkrahúss og Hvanneyrarkirkju — fyrir árið 1940, svo og efna- hagsreikningar þann 31. des. 1940, liggja frammi — almenningi til sýnis — næstu tvær vikur á bæjarskrif- stofunni. Bæjarstjórinn á Siglufirði, 11. sept. 1941 Áki Jakobsson. undir hæl sínum mest alla Evrópu, manna eru ekki að neinu hafandi, en verkalýðurinn stynur undir oki og eigi fremur þó þeir leggi skáld- og ófrelsi hans. Skoðanir slíkra frægð sína við.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.