Neisti


Neisti - 24.09.1941, Blaðsíða 2

Neisti - 24.09.1941, Blaðsíða 2
NEISTI að 5 miljónum króna úr ríkissjóði til þess að hamla gegn dýrtíðinni. Ekki er vitað enn hvort sú heim- ild verður notuð. Þar var heimilað 10 prc. álag á tekjuskatt. Það eina sem hefir verið notað. Fer þá nærri um gagnsemi þess- arar óíullkomnu lagasetningar, þeg- ar þau ákvæði hennar, sem helzt hefði mátt beita, lækkun farm- gjalda og tolla, hafa alls ekki verið notuð, jafnframt því sem af hálfu þess opinbera eru gerðir samningar um aðal útflutnings- vöruna, isfiskinn, sem gera að engu tekjuöflunarleið með útflutn- ingsgjaldi. Þar sem rikisstjórnin ekki hefir getað leyst þetta mál eða gert neinar teljandi ráðstafanir á grund- velli fyr umgetinna heimildarlaga, virðist augljóst, að ákveðnari að- gerðir þarf til. Dugir að sjálfsögðu ekki annað en Alþingi afgreiði á- kveðin lög um þessi efni, ef ekki ríkisstjórnin sér að sér nú á næst- unni og hefst handa í þessu stærsta vandamáli, sem verið hefir á döf- igni s. 1. ár. Er þá einnig augljóst að frekari aðgerða þarf við, en innifelast i fyrgreindum heimildar- lögum. Handhægast væri að sjálf- sögðu að breyta gengi krónunnar í eðlilegt horf. Aftur á móti mundi það hafa í för með sér gífurleg töp á inneignum bankanna erlend- is og þá jafnframt verðfall þeirra vörubirgða, sem í landinu liggja. Þá er það einnig augljóst, að gengisbreyting er ekki einhlít. Sam- fara henni þarf strangara eftirlit en verið hefir með verðlagi öllu í landinu, álagningu á hinar ýmsu vörur o. fl. þ. h. Allir eru sam- mála um það, að eftirlit með verð- lagi hafi verið fremur slælegt. Auk þess hefir öll álagning verið pró- centvís. Virðist það all fjarri sanni, að sama hundraðshluta þurfi til þess að selja vöru nú, sem kostar tífalt meira en hún kostaði fyrir stríð. Vísitalan hefir þó ekki hækk- að nema um 67 stig og því engin ástæða til þess að greiða tifalt hærri sölulaun en áður með hækk- andi verði. Þá þyrfti vitanlega að framfylgja stranglega ákvæðum um lækkun tolla af nauðsynjavör- um, lækkun farmgjalda og hætta janframt að innheimta tolla af stríðs- farmgjöldum til ríkissjóðs. Ennfrem- ur verður brezki samningurinn hér sem fyr þrándur í götu, þar sem ákvæði hans mundu verða þess valdandi "að verð fiskjarins, sem nú er ákveðið mundí lækka jafn mikið og gengisbreytingunnni næmi. Gætu orðið áhöld um hvort sú lækkun yrði ekki útgerðinni og sjómönnum of tilfinnaleg byrði. Það eí athyglisvert í sambandi við framkvæmd, eða réttara sagt framkvæmdarleysi heimildarlag- anna frá sl. þingi, að athuga það að þau atriði þeirra sem helzt hefðu mátt . að gagni koma,- svo sem lækkun tolla, lækkun Farm- gjalda og annað slíkt heyrir undir ráðuneyti þau er Sjálfstæðisflokk- urinn hefiryfiraðráða, atvinnumála- ráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Verðákvörðun innlendra afurða,. sem óneitanlega hafa mestu valdið um aukna dýrtíð, heyrir undir ráðuneyti Framsóknarflokksins. Hitt eru allir sammála um, að það eina sém gert hefir verið með festu og einurð til þess að halda niðri dýrtiðinni er bann það sem hefir verið á hækkun húsaleigu. Þau ákvæði, heyra undir það ráðu- neyti, sem Alþýðuflokkurinn ræður yfir. Bendir þetta ótvírætt í þá átt að með festu og einurð hefði mátt halda dýrtíðinni mun meir í skefjum en gert hefir verið. Eigi er síður athyglisvert um þær tillögur, sem fram hafa komið til þess að ráða bót á þessu máli. Framsóknarflokkurinn sá ekkert ráð betra en að leggja 10 prc. launaskatt á alla launþega í land- inu, en jafnframt að hlífa þeim, sem við framleiðslu fengjust, þ. e. útgerðarmönnum og bændum. I frv. því, sem lagt var fram á sið- asta þingi, var þetta ákveðið 5 prc. af viðskiptamálaráðherra. Alþýðu- flokkurinn tók þegar upp harða baráttu gegn þessum gífurlega skatti og hlaut viðskiptamálaráð- herra þegar nokkurt ámæli fyrir. Hann lýsti því þá yfir, að þetta væri ákveðið í samráði við at- vinnumálaráðherra Ólaf Thors. Lýsti Ólafur því jafnframt yfir, að þetta væri rétt og óskaði eftir því, að blöð Sjálfstæðisflokksins birtu þessa yfirlýsingu. Vísir og Morgunblaðið, sem annars láta ekkert tækifæri ónotað til þess að birta það sem fram gengur af munni þessa ráð- herra, hafa þó enn látið ógert að birta þetta, hvað sem veldur. Hitt er þegar vitað, að hefðu þessir tveir flokkar mátt ráða, hefði hver maður í þessu landi, sem laun þiggur, orðið að greiða 5—10 prc. af kaupi sínu til vafasamra ráð- stafana vegna dýrtíðarinnar. Al- þýðuflokkurinn tók upp baráttuna gegn þessu og fékk því til leiðar komið að þétta ekki komst í fram- kvæmd. TiIIögur hans í dýrtíðar- málunum hafa að mestu verið virtar að vettugi. Víst er þó, að hefðu þær verið teknar til greina og framkvæmdar á skynsamlegan hátt, hefði nú verið minna öng- þveiti í þessum málum. Molar. Fyrirspurn til bæjarfógetans. í seinasta Einherja birtist þakkar- ávarp frá bæjarfógetanum til Ing- vars Guðjónssonar fyrir 2272 kr. gjöf til Skarðsvegarins. Eins og menn rekur minni til var tilkynnt í blaðinu Eiuherja 1939 að Ingvar hefði gefið tæpar 2000 kr. til Skarðsvegarins gegn ákveðnnm skylyrðum. 1940 var enn tilkynnt í sama blaði að fyrir hendi væru frá Ingvari kr. 2000 til Skarðsveg- arins. Nú er spurt fyrir um það, hvort hér sé um að ræða sömu upphæðina, eða hvort Ingvar hefir gefið um 2000 kr. áriega sl. 3 ár til Skarðsvegarins. Neisti þykist þess fullvíss að bæjarfógetinn muni fúslega upplýsa þetta. Gjafir Ingvars eru góðar og sýna áhuga hans fyrir þessu máli, enda vel þegnar. Hitt fýsir marga að vita hvort hér er um að ræða sömu upphæðina eða árlegar gjafir. »Out of the night< eftir Jan Valtín. Síðla sumars yar það vitað að M. F. A. hefði ákveðið að gefa út sjálfsæfisögu kommúnistans Jan Valtín, öðru nafni Krebs. Bók þessi hefir vakið feikna athygli um allan heim vegna hinna hispurslausu frásagna og uppljóstrana um starf- semi kommúnista, — Komintern — í Evrópu og þá sérstakléga á Norðurlöndum. Kommúnistar hafa alveg ætlað að ærast út af komu þessarar bókar. Hafa þeir brigslað Alþýðuflokknum um það, að hann gæfi bók þessa út til stuðriíngs!! þýzka nazismanum!! Telja þeir bókina þó öðru veifinu vera ómerkilegan reifara og falsrit! Slíkar bækur ættu þó ekki að vera til þess fallnar að veikja álit Komintern. — Er þessi bægsla-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.