Neisti


Neisti - 18.03.1949, Blaðsíða 1

Neisti - 18.03.1949, Blaðsíða 1
 F.U.J.-félagar! Munið skemmtifundinn í kvöld kl. 8,30 í GildaskáJanum. Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 9. tbl. Föstudagur 18. marz 1949. 17. árgangur. ÓSKADRAUMUR AFIURHALDSINS Ihaldsþingmaður krefst stórfelldrar gengislœkkunar eða launaskerðingu. Miðstjórn Framsóknarflokksins talar um „allsherjar niðurfœrslu eða gengislœkkun eða hvorttveggja." Alþýðan verður að slá skjaldborg um Alþýðusambandið og Alþýðuflokkinn og koma í veg fyrir, að þessi óskadraumur afturhaldsins rœtist. Sameinað þing ræddi fyrir nokkru þingsál.tillögu íhaldsþing- mannsins Björns Ólafssonar um að dregið sé úr íhlutun ríkisins í atvinnurekstri landsmanna og af- numin séu höft og skömmtun. — Flutti flutningsmaður við þetta tækifæri, hreinræktuð- ustu íhaldsræðu, sem heyrzt hefur S árum saman og lýsti yfir þeirri skoðun sinni að svipta beri ríkið tekjum af fyrirtækjum þess, en leysa erfiðleika efnahagsmálanna annað hvort með 25% gengislækk- un eða 33% launaskerðingu. Það fer að sjálfsögðu ekki hjá því, að alþýðustéttir og launafólk lands- ins veiti þessum boðskap Björns Ólafssonar nokkra athygh. — í Raunar hefur þingmaðurinn við þetta tækifæri aðeins reifað per- sónulegum skoðunum sínum, en vitað er, að innan Sjálfstæðisfl. og Framsóknarflokksins er áhugi ifyrir gengislækkun eða verulegri launaskerðingu. Þetta mál var tekið til umræðu á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins og ,! segir svo í stjórnmálaályktun fund arins: „Álítur fundurimi, að þær leið ir, sem getii verið að ræða í því efni, séu aJlsherjar Iniðurfærsla eða GENGISLÆKKUN eða hvortfcveggja." , Sennilega myndi önnur hvor þessi ráðstöfun, eða báðar, þegar , hafa komizt Itil framkvæmda, ef Aiþýðuflokkurinn hef ði ekki hindr- að siíkt með þátttöku sinni í nú- verandi rSkisstjórn. Björn Ólafs- son má eiga það, að hann er ekkert myrkur í máli. Hann skýrir hisp- urslaust frá fþví, að raðstafanir, sem hann telji líklegastar til úr- . bótar, séu þær, að gengi íslenzku krónunnar læikki um 25%, — að afnumin sé toliahækk- unin, sem samþykkt var í gjald- evriali^umim í desember 1947, og vísitalan sé fest í 300 stigum, eins og nú er, en ráðstaf- anir séu jafnframt gerðar til þess að ikaupgjald hækki ekki, meðan ástandið leitar jafnvægis í efna- hagsmáhmum, eins og hann kemst að orði. Það er ekki margra stund- ar verk að skilgreina siikan boð- skap og taka afstöðu tii hans. — Þetta er boðskapur afturhaldsins, úrræði þess og óskadraumur. — Björn Ólafsson er svo hreinskilinn að játa það afdráttarlaust, að með þessu væri verið að leggja þungar byrðar á launþegana í landinu. — Hann segir, að það sé rétt, að að þetta komi tilfmnanlegast við þá, en það sé engar ráðstafanir hægt að gera, sem ekki komi niður á þeim, er kaup taki í landinu. Mergurinn málsins í þessari rök- semdafærslu Ihaldsþingmannsins er með öðrum orðum sú, að byrð- arnar eigi að ieggja á herðar laun þeganna í landinu, en auðmennirn- ir skuli ihinsvegar halda forrétt- indum sínum" og fá þau meira að segja rýmkuð að miklum mún. — Gengislækkun og frjáls ráðstöfun útflytjenda á 25% af gjaldeyri sín- um er það, sem menn á borð við sjálfstæðismennina Björn Ólafs- son, Fhmboga frá Gerðum og Kjartan Thors þrá og æskja, til þess að auðsöfnun þeirra geti orðið meiri en nú er og óháðari opinberu eftirhti. En sagan er ekki þar með sögð öll. Einn megiínjþáttur í óska- draumi íhaldsþingmannsins Björns Ólafssonar er það, að ríkisr&kstur atvinnufyrirtækja, svo sem Síldar- verksmiðja rikisins verði fenginn einkafyrirtækjum í hendur. Þetta er í dag óskadraumur arg- asta afturhaldsins í landinu. Það myndi gera þennanóskadraumsinn að veruleika strax á morgun, ef það sæi islíkt Ifjssrt. Hugmyndin um stórfellda gengislækkun á sér formælendur og fylgjendur í báð- um borgaraflokkunum. En Aiþýðu flokkurinn hefur -með þátttöku sinni í núverandi ríkisstjórn hindr- að shkar ráðstafanir og tryggt launastéttunum þær hagsbætur, sem þeim hafa hlotnazt á ófriðar- árunum og eftir að stríðinu lauk. Steinrunnustu afturhaldsöfl beggja borgaraflokkanna una nú- verandi stjórnarsamvinnu illa, af því þau finna, að þetta er stað- reynd, en vilja nú eins og allajafna áður leggja byrðar á herðar hinna mörgu og fátæku. En jalfnframt á að auka f orróttindi og gróðamögu- leika hinna f áu og ríku. ' Þessar ráðstafanir verða' að (Framhald á 4. síðu). Fruntv. á nretti kvenna m karl Hannibal Valdimarsson flytur í efri deild Alþingis frumvarp til laga um réttindi kvenna, en sam- kvæmt því skulu konur njóta jafn- réttis við karla á öllum sviðum þjióðlífsins. Segir í frumvarpinu, að konur skuli hafa algert póli- tískt jafnrétti við karla; njóta al- gerlega sama réttar í atvinnumál- um og f jármálum, sem karlar og sé óheimilt að setja nokkrar tak- markanir á val kvenna til þátttöku í nokkrum störfum. Hvarvetna þar sem þess telzt þörf, skal skylt að gera sérstakar ráðstafamr til þess, að aðstaða konunnar sem móður til þátttöku í atvinnuiífi þjóðarinnar verði sem bezt tryggð. Konur skuli njóta algers jafnréttis við karla innan vébanda fjölskyldulíf s- ins og sama réttar og karlar til náms og menntunar. Til allra em- bætta, sýslana og starfa skulu kon ur haJfa sama 'rétt og karlar, enda hafi þær og í öilum greinum sömu skyidur og karlar, og konum skulu greidd sömu laun og körlum við hverskonar embætti, störf og sýsl- anir, hvort sem er í þjónustu hins opinbera eða í þjónustu atvinnu- lífsins. Skæðadrífa f f rásögu f ærandi. Þegar síðari umræða um fjár hagsáætlunina hófst, skeði sá athyglisverði atburður að mætt- ir voru' báðir bæjarfulltrúar - Sjálfstæðisflokksins. Mun þessi einstæða atburðar verða minnzt í annálum Siglufjarðar. Hver er verkamaður Einherja? 1 3. tbl. Einherja er grein undirskrfiuð „verkamaður". — Pessi verkamaður hefur ekki tátið til sín heyra aftur. 1 5. tbl. Neista er þessum verkamanni Einherja lýst þannig: „Bendir öll greinin til þess, að hún hafi dropið úr penna hjá kotrosknum og viðskota- illum ribbalda, sem ofmetur * sína eigin persónu og verður höfundurinnþátæplegavand- . fundinn þeim, sem kynnu að hafa gaman af að kynna sér hann nánar, því slíkir menn eru, sem betur fer, fágætir í þessum bæ." Siglfirðingar munu því fara nokkuð nærri um það, hvar „verkamann" Einherja er að hitta. Það er kátbroslegt, þegar slíkir menn titla sig með verka mannsheitinu. Gagnari til sóina. Síðasti Neisti minntist á það, að ágætt samkomulag hefði verið meðal bæjarfulltrúanna við endanlega afgreiðslu fjár- hagsáætlunar, „og þeim til ^ sóma". Einherji litli hneyksl- ast á þessum ummælum. Neisti vill upplysa Einherja litla um það, að samkomulag bæjarfull- trúanna var þaðgott,að Ragnar var alltaf með hendina á lofti til þess að greiða atkvæði með hinum „ábyrgu aðilum", enda voru þeir Hjörtur og Jón KjartT ansson ekki á fundinum. Neisti telur þessa framkomu Ragnars vera honum til sóma, og er óþarfi fyrir Einherja tetrið að löðrunga Ragnar fyrir hana. Auglýsið í „Neista"

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.