Neisti - 23.12.1959, Blaðsíða 10
N E I S T I
Vilja menn
eða ekki ?
í útvarpsumræðunum í þessum mán-
uði gerði Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra m.a. að umræðuefni
ástæðu þess, að Alþýðuflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu
ríkisstjórn saman að þessu sinni.
Gylfi 1». Gíslason
Gylfi benti á, að þessir tveir
flokkar hefðu ekki myndað stjóm
saman einir áður. Hins vegar
hefðu Sjálfstæðisfiokkurinn og
Framsóknarflokkurinn farið með
stjómartaumana 1950—1956, en
það samstanf hefði elcki gefið það
góða raun, að áhugi hefði verið
á að endurtaka það nú. Ekki hefði
heldur verið áhugi á að endur-
reisa vinstri stjórn. Sú stjórn
hefði verið hugsuð sem einlæg og
alvarleg tilraun til þess að koma
á traustu samstarfi milli ríkis-
valdsins og stéttasamtakanna í
því skyni að koma efnahagsmál-
um þjóðarinnar á heilbrigðan
gmndvöll. Við vonuðum, sagði
Gylfi, að með því að sýna stéttar-
samtökunum fyllsta trúnað gæti
tekizt að afla stuðnings þeirra við
það, sem gera þurfti og tryggja
vinnufrið í landinu. Þessar vonir
bmgðust því miður. Innan Al-
þýðubandalagsins reyndust þau
öfl ná yfirhöndinni, sem ekki
vildu sjálf takast á við erfiðleik-
ana, heldur láta aðra gera það, og
geta deilt á og gagnrýnt í voniim
fylgisaukningu.
Gylfi sagði, að vegna framkomu
kommúnista í efnahagsmálunum
i vinstri stjórninni hefði ekki verið
unnt að mynda stjórn Alþýðu-
flokks, Aiþýðubandalags og Sjálf-
stæðisflokks og af ýmsum ástæð-
um hefði myndun stjómar Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknarfiokks
og Alþýðuflokks ekki verið hugs-
anleg. Eini raunhæfi möguleikinn,
sem hefði verið eftir, hefði því
verið samviima AJlþýðuflokksins
og Sjálfstæðisflokksms. Var sú
samvinna ekki óeðlileg eins og á
stóð. Sjálfstæðisflokkurinn hafði
stutt minnihlutastjórn Alþýðu-
flokksins og í kosningunum s.l.
sumar og í haust reyndist Sjálf-
stæðisflokkurinn hafa svipaða
skoðun á lausn ýmissa mikilvægra
viðfangsefna dagsins og Alþýðu-
flokkurinn hafði, sagði Gylfi. 1
rauninni var það skylda þesáara
flokka að mynda stjórn. Það var
skylda þeirra við þjóðina að ganga
til samstarfs og gera tilraun til
þess að leysa þann vanda, sem
steðjað hefir að þjóðinni aMt síð-
an 1 stríðslok og engri flokka-
samsteypu hefir enn tekizt að
leysa. Samvinna þessara tveggja
flokka, Alþýðuflokks og Sjáif-
stæðisflokks, var eini raunhæfi
möguleikinn, sem hafði ekki enn
verið reyndur. Þess vegna var
það ekki aðeins eðhlegt, heldur
beinlínis skylt að reyna hann.
ÓLÍK GRUNDVALLAR-
SJÓNARMIÐ
Það væri þó skortur á hrein-
skilni og raunsæi að reyna vegna
þessarar stjórnarsamvinnu að
draga f jöður yfir það, að Alþýðu-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur-
inn eru ólíkir flokkar, aðhyllast
ólík sjónarmið varðandi ýmis
grundvallaratriði þjóðmála. Það,
sem skilur Alþýðuflokkinn og
Sjálfstæðisflokkinn er hið sama
og 'hvarvetna í hinum frjálsa
heimi skilur lýðræðissinnaða
vinstri menn og lýðræðissinnaða
hægri menn. En það er afar áríð-
andi að þjóðin geri sér ljóst, að
meginvandamálið, sem nú er við
að etja í íslenzkum þjóðmálum, er
allt annars eðlis en þau viðfangs-
efni, sem hafa skipt mönnum og
skipta mönnum í hægri og vinstri
menn. Þjóðin er nú á vegi stödd
eins og maður, sem um langt
skeið hefir lifað um efni fram og
þess vegna safnað skuldum. Ef
hann er ekki kærulaus og sinnu-
lítill um hag sinn, heldur gæddur
ábyrgðartilfinningu og fyrir-
hyggju, þá heldur hann þessu ekki
áfram, þangað til lánstrausti hans
er lokið og hann verður neyddur
til þess að ibreyta til. Hann dreg-
ur úr eyðslu sinni eins og með
þarf til þess að hann eyði ekki
meiru en hann aflar eða að
minnsta kosti safni ekki meiri
skuldum en hann getur staðið
undir með eðhlegum hætti af
tekjum sínum. Þetta verður hann
að gera, hvort sem hann er vinstri
sinnaður eða hægri sinnaður, og
alveg hið sama á nú við um ís-
lenzku þjóðina. Hún hefir lifað
um efni fram, og það hefir leitt
til þess, að hún hefir safnað er-
lendis svo miklum skulaum til
stutts tíma, að hún þarf á næst-
unni að nota um einn tíunda hluta
allra gjaldeyristekna sinna til
þess að standa undir þessum
skuldum. Þetta verður að hætta.
Um það þarf vinstri og hægri
menn ekki að greina á. 1 afstöð-
unni til þessa máls er spurningin
ekki um það, hvort menn aðhyh-
ast vinstri sinnuð eða hæðri sinn-
uð sjónarmið í þjóðfélagsmálum,
helaur hitt hvort menn hafa næg-
an skilning á vandamálinu og
nægan kjark til þess að ráðast
gegn þvi. Spumingin er um það,
hvort menn vilja lát reka á reið-
anum eða kunna fótum sínum
forráð, hvort menn vilja vera ráð-
deildarmenn eða óráðsíumenn,
sagði Gylfi Þ. Gíslason.
Á vfð og dreif
Vr Daglegir fundir
Ríkisstjórnin heldur um þessar
mundir langa fundi á hverjum
degi, og eru ýmsir sérfræðingar
í efnahags- og atvinnumálum
tíðir gestir á þessum fundum. —
Neisti hefur fregnað, að stjórnin
sé á fundmn þessum að ræða hina
ýmsu þætti þeirra tillagna um
nýtt efnahagskerfi, sem hún
hyggst leggja fyrir alþingi.
Enda þótt hljótt sé á yfirborð-
inu í stjórnmálaheiminum, er
þannig mikið unnið að undirbún-
ingi þeirra höfuðmála, sem Al-
þingi væntanlega fær til meðferð-
ar, er það kemur saman um eða
eftir miðjan janúarmánuð. Bendir
því al-lt til, að það verði viðburða-
ríkt þing, sem haldið verður d
janúar, febrúar og marz næsta
ár. — Nú þegar hafa 7—8 sér-
fræðingar, hagfræðingar og sér-
fróðir menn um atvinnugreinar
þjóðarinnar, tekið þátt í undir-
búningsstarfi stjórnarinnar. — Má
búast við, að margir fleiri verði
kallaðir til ráða og starfa, áður
en verkinu lýkur og tillögur stjóm
arinnar verða fullbúnar.
★ Alræðisvald fram-
leiðsluráðs afnumið
Það veit enginn enn, hvað verð-
ur um verðlag landbúnaðarafurða,
sagði Sæmundur Ólafsson í fróð-
legu framsöguerndi á fundi í Al-
þýðuflokksfélagi Reykjavíkur
fyrir nokkru. Hann skýrði þar frá
þeim viðræðum, sem leiddu til
endurreisnar sex-mannanefndar-
innar og þeirra ibreytinga, sem
gerðar voru á skipan þeirra mála.
Lagði hann sérstaka áherzlu á,
að alræðisvald framleiðsluráðs
landbúnaðarins til að ákveða dreif
ingarkostnað búvöru, og staðfest
var af hæstarétti, ihafi verið af-
numið. Nú hafi fulltrúar neyt-
enda ítök um ákvörðun milliliða-
kostnaðarins. — Þá taldi hann
mikilsvert, að framvegis em því
takmörk sett, hve mikinn hluta
útflutnings landbúnaðarafurða
megi verðtryggja, þótt þau mörk
séu rúm.
Sæmundur sagði, að stjómar-
andstaða Framsóknarflokksins
hefði í þessu máli farið eins bless
unarlega út um þúfur og unnt
er. Hann kvað fulltrúa neytenda
alls ekki vera í baráttu við bænd-
ur landsins, heldur milhliðina og
burgeisana í bændastétt. Kaup-
Gosdrykklr til jilanna
APPELSlNDRYKKUR
24/2 flöskur, innihald kr. 70.
★
SÓDAVATN
24/2 flöskur, inniiiald kr. 60,00
Umbúðir lánaðar
Efnagerð Siglufjarðar h.f.
Sími 128 — Siglufirði
staðafólkið væri af bændum kom-
ið og hefði mikla samúð með lífi
og lífsbaráttu bændastéttarinnar.
* Málbófið stóð í
50 klukkustundir
Framsóknarmenn og kommún-
istar héldu uppi málþófi í rúm-
lega 50 klukkustundir á tveggja
vikna tíma, sem alþingi sat, áður
en það samþykkti að fresta störf-
um sínum. Allan þennan tíma töl-
uðu stjórnarandstæðingar um
sama málið: þingfrestun, störf og
stefnu ríkisstjórnarinnar.
Málþófið gekk svo langt, að
sómamaður eins og Páll Þor-
steinsson gat ckki varizt því að
skella upp úr og hlæja að mála-
lengingum sjálfs sín í efri deild.
Þá hló öll deildin með. Og í neðri
deild rakti Skúli Guðmundsson
ættir ráðherranna aftur í aldir og
fór með fornsögur til að eyða tím-
anum.
Þingfundir stóðu samtals ná-
lega 64 klukkustundir. Af þeim
tíma töluðu fylgismenn ríkisstjóm
arinnar rúmlega átta stundir, og
áætla má, að atkvæðagreiðslur
og önnur formsatriði hafi tekið
um sex stundir. Þá er eftir ræðu-
tími stjómarandstöðunnar: 50 st.
Sennilegt er, að Einar Olgeirs-
son ihafi einn talað samtals lengri
tíma en allir 33 þingmenn stjóm-
arfiokkanna. — Eysteinn Jónsson
hefur vafalaust talað í 5—6 stund
ir samtals.
Það teljast mikil þingstörf að
halda fundi í 64 stundir á tveim
vikum. Til samanburðar má geta
þess, að í fyrrahaust stóðu allir
fundir alþingis frá 10. október itil
30. desember aðeins 45 stundir og
16 mínútur. Mestallan þann tíma
sat þingið aðgerðalítið, meðan Her
mann Jónasson þáv. forsætisráð-
herra, var að semja við verkalýðs
samtökin og ýmsa aðra aðila en
þingið um lausn brýnustu vanda-
mála þjóðarinnar. Framsóknar-
menn og kommúnistar kölluðu
það ekki að vanvirða alþingi og
sáu þá enga hættu fyrir þingræð-
ið. Þeir töluðu þá ekki um valda-
töku Hitlers. Það er ekki sama,
hver á heldur.