Vera - 01.02.1994, Blaðsíða 16

Vera - 01.02.1994, Blaðsíða 16
kynf relsis? þær sem ruddu brautina, enda hafi þær alist upp við allt öðruvísi kynferðislegt umhverfi, sem viðurkennir að konur eru kynverur og hafi kynóra. Aukin umræða hefur haft það meðal annars í för með sér að orðræðan er ekki lengur jafn blygðunarkennd og hún var þannig að konur eiga nú auðveldara með að tjá óra sína. Sögumar sem konur sendu henni í fyrstu bókina einkenndust af sektarkennd, söguritarar þráðu kynferðislega fullnægingu en óttuðust að verða stimplaðar „slæmar stúlkur“ fyrir vikið. Að mati Nancy er það móðirin sem kemur sektar- kennd inn hjá dætrum sínum með því að reyna að bæla í þeim kynveruna. Kynórarnir hafa breyst og í nýjustu bók Nancy, Women on Top sem kom út 1991, eru konur ger- endur í órum sínum en ekki þolendur. Þær þjást enn af sektarkennd en hún eykur á spennuna í stað þess að draga úr henni. Þrátt fyrir aukna umræðu um kynferðismál virðast konur enn eiga erfitt með að tala um kynóra sína - og sumar halda að þær séu einar um að hugsa svona. Þetta er ekki vinsælasta umræðuefnið í saumaklúbbum. Konur skortir líka góðar fyrir- myndir því enn er konan sem kynvera skrumskæld í kvik- myndum (eins og Basic In- stinct) og fá tímarit eru á markaðnum sem höfða til kvenkynverunnar. Jóna Ingibjörg segir að sér hafi þótt áberandi á námskeiðum sínum hvað konur höfðu lítið velt kynórum fyrir sér, það að nota hugmyndaflugið án þess að það leiddi til neins annars. - Við sömdum saman erótíska sögu. Við sátum með lokuð aug- un og létum orðið ganga. Þetta varð að lokum ansi skrautleg og skemmtileg saga, sum innleggin voru mjög djörf og opin, önnur lokaðri því persónueinkenni hverrar og einnar komu í gegn. Heilsteypt eða sterk sjálfs- mynd plús það að konurnar þekkist vel er forsenda þess að þær geti rætt opinskátt um kynóra sína, rétt eins og svo margt annað sem viðkemur kynlífi þeirra. En að sjálfsögðu mega þær ekki upplifa þetta sem enn eina kröfuna sem gerð er til þeirra, það er ekki málið að steypa allar, í sama mótið. Komast yfir blyg&unarkenndina Þegar spurt er um afdrif G-blettsins kemur þreytusvipur á Jónu Ingibjörgu sem svarar að bragði „ó, gátuð þið ekki fundið ein- hverjar meiri spennandi spumingar en þessa?“ En þar sem allar kynlífsbækur era fullar af frásögnum um þennan fræga blett og margir hafa eflaust eytt ómældum tima í að leita að honum viljum við fá að vita hvort hann sé fundinn. - Hann var aldrei týndur! G- ið er bara nafn á stað sem hefur alltaf verið til á kon- um, hliðstæður blöðruháls- kirtli karlmanna. Það er eins með þetta og aðrar nýjar upplýsingar sem koma fram og eru jafnvel blásnar upp. Fólk gleypir þetta í sig og reynir að gera eitthvað í því og annaðhvort hentar það þeim eða ekki. Eg hlakka til þegar við komum okkur af þessu G-bletta plani. Margar kvennahreyfingar hafa átt erfitt með opinskáa umræðu um kynlíf, jafnt ljósar sem dökkar hliðar þess. Sumar hafa leitað skjóls á hlutlausara svæði og einbeitt sér að „heilbrigði kvenna“. - Strax og farið er að tala um heilbrigði er kominn einhver sótthreinsaður gljái á þetta. Ég held að það færi okkur jafnvel fjær því að tala um okkur sjálf og það sem er raunveralega að gerast innra með okkur ef við hengjum okkur í skilgreiningar í stað þess að tala um okkur sjálf og samskipti okkar. Kynlíf þarf ekki að vera dans á rós- um og ég held að gleði kyn- lífsins sé meðal annars sú að fara i gegnum erfiðleikana, til dæmis að yfirvinna blygð- unarkennd gagnvart kynfær- unum eða eitthvað annað sem vekur svipaðar kenndir. Vera minnist þess að hafa heyrt ljósmóður segja að allt of margar konur væra dauð- hræddar við píkuna á sér. Þessi ljósmóðir hafði rekið sig á það að margar konur sem komu í eftirskoðun spurðu í angist hvort það væri ekki „alveg hræðilegt þarna niðri“ og þegar hún spurði hvort þær væru ekki búnar að kíkja í spegil

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.