Vera - 01.02.1994, Blaðsíða 32
L E I K H U S
til hægt að skýra með göllum í persónu-
sköpuninni.
HG: Það vantar einmitt þessi tilfmninga-
legu átök sem ég nefndi í upphafi. Það er
kannski þess vegna sem sýningin skilur
svo lítið eftir sig, þó hún sé flott fyrir aug-
að.
HO: Ég nefni bara aðalpersónuna sem
dæmi, Evu Lunu sjálfa, eins og við höfum
komið inn á. Við sjáum hana of mikið utan
frá, án þess að kynnast henni. Það vantar
fleiri samræður og einræður í verkið til
þess að hægt sé að kynnast persónunum
betur yfirleitt. Rolf, sem á að vera svo
mikilvægur fyrir líf Evu Lunu, er betra
dæmi um þetta. Hann segir fátt og við
fáum lítið að vita um hann og bakgrunn
hans, hann er alveg flöt persóna. Það er
svo ósannfærandi að Eva Luna skuli drag-
ast að honum og ekkert drama í því hvem-
ig sambandið á milli þeirra myndast. Að
einmitt þeirra leiðir liggi saman virðist
miklu heldur vera vegna ástandsins í land-
inu en vegna tilfinninga.
HG: Fannst þér þetta eins með hinar pers-
ónur leikritsins?
HO: Leikurinn hefur auðvitað áhrif á þá
mynd sem við fáum af persónum og öfugt;
persónusköpunin á ieikinn eða leikarann.
Sólveig Arnarsdóttir var íjarska góð sem
bam og unglingur, hafði gott vald á líkam-
anum þegar hún túlkaði barnslegar og
gelgjulegar hreyfingar. Einnig var fram-
sögnin ágæt í þessum atriðum og þegar
hún sýndi örvæntingu og hræðslu vakti
hún ósvikna samúð mína og innlifun. Aft-
ur á móti varð kúvending hjá henni þegar
hún var að leika ungu kynþroska stúlkuna
og þroskuðu konuna. Hún hefur ekki úr
miklu að moða hvað hlutverkið varðar en
það var augljóst hvað hún réði illa við
þetta. Flatur leikurinn var greinilegastur í
atriðunum sem áttu að sýna kynferðislegt
samband hennar við karlmennina þrjá;
skæruliðann Huberto, ljósmyndarann Rolf
og Tyrkjann sem var aldrei annað en afa-
legur karl.
HG: Mér fannst vanta daður, spennu, ólgu
eða „sensación“ til að gera þessi sambönd
spennandi.
HO: Já, það vottaði ekki fyrir ástríðu
eða bara ástþrungnum tilfinningum hjá
leikkonunni. Þó að þetta skrifist dálítið á
hlutverkið þá spyr maður sig hvort þetta
sé ekki vegna þess hvað hún er ung og
óreynd. Þessir karlmenn voru líka hálf
drumbslegir í mótleiknum, Ellert Ingi-
mundarson, Þór Tuliníus og Egill Olafs-
son, enda allir í álíka yfirborðslegum hlut-
verkum. Hershöfðinginn Rodriguez var
ein dýpsta persónan af körlunum í verkinu
og Pétur Einarsson sýndi þarna nokkuð
góðan leik. En Sólveig lék ekki betur á
móti honum en þeim hinum.
HG: Ég skynjaði í hershöfðingjanum
Rodriguez ánægjuna af valdinu, ef til vill
njóta karlar svona hlutverka og þess vegna
verða þau sannfærandi. Karl/konan fannst
mér þó best.
HO: Já, höfúndunum er auðvitað ekki alls
varnað í persónusköpuninni. Mimi, eða
Melicio, fannst mér áhugaverðust. Með
þessari sterku persónu kemur fram í verk-
inu sjónarmið sem segir að hið kvenlega
og mjúka sé sterkara og eftirsóknarverðara
en karlmennskan. Edda Heiðrún Bachman
var mjög góð í hlutverkinu og mig grunar
reyndar að hún hafi átt sinn þátt í að gefa
Mimi líf. Það er í rauninni þess virði að sjá
sýninguna bara hennar vegna. Hún túlkaði
hinar fjölbreyttu hliðar persónunnar af
dýpt sem maður sér alltof sjaldan í leik-
húsinu. Svo syngur hún líka alveg sérstak-
lega vel.
HG: Það fer vel á því að ljúka þessu spjalli
á því sem vel er gert og glæsilega. Þar
finnst mér meðferð ljósanna frábær og nýt-
ast vel til að skapa andrúmsloft. Sama má
segja um sviðsmyndina. Urlausnin var ein-
föld, óstaðbundin mynd sem þjónaði öllum
atriðum í verkinu. Ég naut kvöldsins þó að
ég spyrði mig stundum hvaðan þetta eða
hitt ætti að vera og ég hreifst sérstaklega af
Mimi. Eftir að hafa séð sýninguna geri ég
mér betur grein fyrir því en áður hvemig á
ekki að kynna Suður-Ameríku hér á landi.
Mín mynd yrði að minnsta kosti frá öðmm
sjónarhóli en sýn strákanna. n
Höfundar cru framhaldsskólakennarar
Stöndum vörð
Apótek Vesturbæjar, Reykjavík
Borgarbókasafniö
Fatahreinsun Vigfúsar og Árna, Akureyri
Félag byggingariðnaðarmanna Árnessýslu
Félag byggingariðnaðarmanna, Selfossi
Félag framreiðslumanna
Félag fyrirtækja við Garðatorg, Garðabæ
Fiskkaup hf. Grandaskála, Reykjavík
Gerðahreppur
Gjögur hf., Grindavík
Hafaldan hf., Reykjavík
Hafnarfjarðarbær
Hagprent hf., Reykjavík
Haraldur Böðvarsson hf., Akranesi
Höfnin í Keflavík og Njarðvík
Iðnsveinafélag málmiðnaðarmanna, Hvolsvelli
ísleifur Jónsson, Reykjavík
Kaupfélag ísfirðinga
Kaupfélag Suðurnesja
Keflavíkurbær
um verðlagið =
Landssamband Lífeyrissjóða
Líkamsræktin Bjarg, Akureyri
Mjólkurbú Flóamanna
Myndbanki sjómanna
Prentþjónustan hf., Reykjavík
Samiðn-Samband iðnfélaga
Skipstjóra og stýrimannafélagið Bylgjan, ísafirði
Smurstöðin Hafnarstræti 13, Reykjavík
Sæhamar hf., og Kleifar hf., Vestmannaeyjum
Vatnsveita Reykjavíkur
Verkakvennafélagiö Aldan, Sauðárkróki
Verkakvennafélagið Framsókn, Reykjavík
Verkalýðs- og sjómannafélag Djúpavogs
Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar
Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrandar
Verkalýðsfélag Skeggjastaðahrepps
Verkalýðsfélagið Báran, Eyrarbakka
Verkamannafélagið Dagsbrún
Ögurvík hf., Reykjavík