Vera - 01.02.1994, Blaðsíða 20

Vera - 01.02.1994, Blaðsíða 20
Konur á barmi kynf relsis? 20 Kveneðlið var talið æðra karleðlinu sem þótti frumstætt og dýrslegt. Þessi tvíhyggja hafði áhrif á hugsunarhátt beggja kynja og margar konur álitu skírlífí einu leiðina til frelsunar frá áhrifum hins dýrslega karl- manns. Utópískar kvenfrelsiskonur eins og Schreiner og Marx kusu þó heldur að boða jafnrétti kynjanna en skírlífl. Þær gerðu sér líka grein fyrir því að til að jafnrétti næðist þyrfti ekki aðeins „nýjar” konur heldur líka „nýja” karla. En getnaðarvamir vom ekki fáanlegar á þessum tíma og hætta var á að hið frjálsa samband breyttist úr draumi í martröð fyrir konuna - martröð fátæktar og félagslegrar einangmnar. ir þessa mótsögn sem sjálfa kviku alda- mótamenningarinnar. Einn burðarása karlmennskunnar var „klúbburinn” svokallaði. Allar stéttir höfðu klúbba, sem ýmist veittu tilbreyt- ingu frá heimilislífinu eða komu í þess stað. Aldarlokin síðustu vom tími pipar- sveina og giftra karla sem lifðu sem ógiftir væru, oft í einskonar framlengdum há- skóla- eða vinnustaðaanda. Klúbbarnir sáu um lífstíðarþjálfun fyrir karla sem útilok- uðu konur úr líf! sínu. Klúbbarnir urðu þannig miðstöð andstöðunnar gegn kvennahreyfingunni. Samkvæmt túlkun Showalters á sögunni er hún skólabókardæmi um karlmannlega móðursýki og ofsahræðslu við samkyn- hneigð sem skýtur upp kollinum við alda- mót. Það er uppgötvun og afneitun eigin samkynhneigðar sem laðar fram Mr. Hyde, sem er bakhlið hinnar flekklausu viktoríönsku framhliðar Dr. Jekylls. Kenningasmiðurinn Foucault sýnir fram á hvemig sjálfsmynd homma í dag byggist á ótta við samkynhneigð og til- raunir samfélagsins til að skilgreina hana, læknisfræðilega jafnt sem lagalega. Kúg- unin varð til þess að tengja þá sterkum böndum og skapa samkennd meðal þeirra. Konur útilokaðar „Fin de siécle" er oft lýst sem orustu milli kynjanna, þar sem karlar verjast framsókn kvenna. En Showalter bendir á að aldar- lokum fylgi lika innbyrðis barátta kynj- anna. Það var ekki aðeins kvenhlutverkið sem tók breytingum um síðustu aldamót, heldur einnig karlhlutverkið, sem var í djúpri lægð bæði í Frakklandi og Englandi. Á síðasta áratug aldarinnar var veist að karlveldinu úr öllum áttum, ekki síður af körlum en konum. Framsæknir lista- og menntamenn storkuðu stéttaskiptingunni, kynhlutverkunum og menningarstefnunni. En uppreisn karla gegn karlveldinu þýddi ekki að þeir fögnuðu femínismanum. Sterkt andóf gegn karlveldinu gat auðveld- lega átt samleið með kvenhatri, homma- hræðslu og kynþáttahatri. Showalter grein- Dr. Jekyll og Mr. Hyde Það er örmjó lína sem skilur að samtrygg- ingu og samkynhneigð karla. Peter Gay, einn ævisöguritara Freuds, segir að „hræðslan sem ríkti í klúbbunum væri ekki hræðsla karla við að vera vanaðir, heldur hræðslan við að vaxa úr grasi og þurfa að yfirgefa náin vináttutengsl æskunnar — tengsl sem oft eru eins konar ómeðvituð samkynhneigð nautn”. Showalter bendir á tvískinnunginn sem einkennir samskipti og sambönd karla; munurinn á því að vera „karl í krapinu” og því að „hafa áhuga á karlmönnum” er hárfinn og vandlega fal- inn. Showalter sýnir meðal annars með áhugaverðri túlkun á bók Roberts Steven- son Dr. Jekyll and Mr. Hyde hvernig skoða má persónuleikaklofning i Ijósi þessa tvískinnungs. Olíkt kvikmyndinni fjallar bókin eingöngu um karlmenn. Flótti karla undan konum Hugarórar karla um að karlar skapi sig sjálfir eiga sér langa sögu, en í lok 19. ald- ar skjóta slíkir órar hvað eftir annað upp kollinum. I ótal ritum er að finna furðu- sögur skrifaðar af körlum þar sem hug- myndinni um líffræðilegt faðemi er afrieit- að, en gælt við hugmyndir um aðrar leiðir til endumýjunar, oft með sterkri undiröldu samkynhneigðs unaðar. Þessar leiðir eru meðal annars klofningur eins og í sögunni um Dr. Jekyll og Mr. Hyde, endurholdgun eins og í sögu Haggards She, umbreyting eins og í Drakúla og fagurfræðileg tvíföld- un eins og í Dorian Gray. Flótta karla undan konun/má greina víðar í bókmenntum. Margir kvenkyns skáldsagnahöfundar fylgdu í fótspor George Eliot og i Bandaríkjunum vom um tíma þrír af hverjum fjórum höfundum

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.