Alþýðublaðið - 06.11.1919, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.11.1919, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 í framandi löndum. Og hver veit nema að Halldór frá Laxnesi eigi eftir að verða óskabarn íslenzku Þjóðarinnar. A. Jónsson. Símskeyti. Kaupmannahöfn 4. nór. Bolsiríkar rilja semja frið rið Pólrerja. Frá Helsingfors er símað, að bolsivikar óski friðar við Pólverja. Búist er við, að þeir muni gefa UPP Moskva. Jndenitsch hefir af ásettu ráði hörfað 2 míl- ur undan. Frönsku kosningarnar. Prá París er símað, að kosn- ingarnar í Frakklandi snúist aðal- lega um afstöðuna til bolsivika. Bónullarrækt VL.S.fi. Verða Indverjar fíuttir inn? í fyrra haust keypti brezka •tjórnin og hin egypzka stjórn fyrirfram alla bómullaruppskeru í ®gyptalandi. En frá Egyptalandi höfðu áður fluzt til Bandaríkja Norður-Ameríku um 200 þúsund Þómullarpokar árlega. Bómullin frá Egyptalandi er langhærð, en sú, *em ræktuð var í Bandaríkjunum, stutthærð. Tíl þess nú að bæta UPP þann bómullarskort, sem af þessum fyrirfram-kaupum leiddi, hefir verið hafin ræktun lang- heerðrar bómullar í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Þrátt fyrir vöntun ^innuafls hefir verið ræktað feikna tandflæmi. En framleiðslukostnað- Uvinn er í Arizona 10 sinnum hieiri en í Egyptalandi, sökum Þess hve egypzki verkalýðurinn f*>r lágt kaup. Bómuilarbændur Þúast samt við að geta fengið •dýrari vinnukraft frá Indlandi, en h*pið er að þeim verði að því, Því bæði er það, að hvítir verka- menn eru því algerlega mötfallnir, ab auðvaldið noti sér fáfræbi fram- andi verkamanna til þess, að auðga sjálfa sig, en eyðileggja samtök þeirra; og svo eru Banda- ríkjamenn farnir að óttast það, að svartir menn og framandi muni með því áframhaldi, sem verið hefir á fjölgun þeirra, útrýma að mestu leyti hinum hvíta kynbálki í suðurríkjum Bandaríkjanna. StÉolía í EfiglandL Hingað til hefir steinolía fund- ist óvíða á hnettinum í stórum stíl. Stærstu olíulindirnar hafa fundist í Bandaríkjunum (Pennsyl- vaníu), Kákasus og Rúmeníu. Bandaríkin hafa framleitt rúmlega helminginn af allri steinolíu ,og Rússland x/5 hluta. Nú í ár hafa margar tilraunir verið gerðar til að finna steinolíu í Englandi, og tókst að lokum að finna steinolíu í héraðinu Hardstoft. Er hún litlu verri en amerísk olía, og gera Bretar sér ronir um góðan árangur. Fyndist mikil steinolía þarna, gæti vel svo farið að olía lækkaði í verði og hefði það mikla þýðingu fyrir sjómannastéttina ís- lenzku. X frá Jtoregi. Ófót-járnbrautina, sem liggur frá Narvik í Norður-Noregi austur yfir landamærin til námahéraðanna í NorÖur-Svíþjóð, á framvegis að reka meö rafmagni frá sænsku orkuverunum við Porjús. Breyt- ingu þessari á að koma á á kom- andi ári. Heiri saltpétur. Ammoniak- verksmiðjum fossafélagsins Norsk Hydro í Notodden er verið að breyta í saltpétursverksmiðjur, þar eð sú framleiðsla nú gefur meiri arð, Kornhlaða á Stórhamrl. Korn- hlaða norska ríkisins á Stórhamri í Heiðmörku er nú fuligerð. Hún tekur 50 þús. tunnur af koini; grunnflöturinn er 750 fermetrar, og hæð 221/« metri. Kostnaður fór ekki fram úr áætlun, sem var ein miijón kr. RíkisÉkasala á olín í Frakklandi. Danskra ritið „Tidskrift f. In- dustri“ segir frá því, að franska ríkið muni taka einkasölu á alls- konar olíu. Fjármalaráðherrana Klotz hafi iagt fram frumvarp um það í þinginu, og að búist sé vii að það gefi ríkissjóði 1280 miljó* franka arð. Di dagiim og vegian. Bæjarstjórnarfundur er í dag kl. 5 síðd. Á dagskrá eru 21 mál. Nýir lögreglnþjónar. Tvo nýja lögregluþjóna vill lögreglustjóri fá til riðbótar nú þegar. Mun fulln- aðarsamþykt um það tekin á bæj- arstjórnarfundinum í dag. Dýrtíðaruppbót. Borgarstjóri leggur til að starfsmenn bæjarins fái dýrtíðaruppbót eftir .sömu regl- um og starfsmenn landsins. Til- laga þar að lútandi liggur fyrir bæjarstjórnarfundinum í dag. Botnia fór frá Khöfn 2. þ. m. Skíðafélag Reyhjaríkur hélt aðalfund sinn í fyrrakvöld. Fund- urinn var fremur fásóttur, en þó vel fundarfært. Ekkert hafði verið hægt að framkvæma síðastliðið ár sökum snjóleysis. Allir starfsmenn félagsins voru endurkosnir, en það eru: L. H. Múller kaupm., Stein- dór Björnsson efnisvörður lands- símans, Björn Ólafsson kaupm., Tryggvi '^áagDÚsson skrifari og, Ólafur Haukur verzlunarmaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.