Ljósmæðrablaðið - 01.03.1932, Page 3
Bréf frá landlækni
Grein mín með fyrirsögninni „Ljósxnæðraþankar“, sem
birtist í siðasla Ljósnxæðrablaði og síðar i einu dagblað-
anna hér, liefir vakið meiri eftii’tekt og misskilning en eg
bjóst við, eins og eftirfarandi bréf frá landlækni sýnir:
„lteykjavik, 10. mars 1032.
Frk. Þuríður Bárðardóttir, ljósmóðir,
Reykjavík.
Athygli mín hefir verið vakin á grein, sem ])ér hafið
skrifað í Morgunblaðið 4. þ. m., undir fyrirsögninni Ljós-
mæðraþankar. Er engu likara en að þér séuð að vara al-
menning við að leita lækna til kvenna í barnsnauð. Að
minsta kosti er mjög hætt við, að slík grein, eftir velmetna
ljósmóður í almennu, opinberu blaði verði skilin á þá
leið. Nú liygg eg að sísl sé ástæða lil þess, eins og til hag-
ar hér á landi, en þó að svo væri, verður að lita svo á, að
það væri mjög óviðeigandi al' ljósmóður að hreyfa þvi
máli á þessa lund. Grein yðar, birt á þennan hátt, ekki sist
þar sem þér eruð formaður Ljósmæðrafélags íslaiuls, er
mjög likleg til að vekja ríg á milli lækna og Ijósmæðra, og
lxefi eg orðið var við að læknar taka yður greinina óstint
upp. Er ekki lausl við að suma gruni, að hún sé sprottin
af samkepnisóvild til fæðingardeildar Landspítalans, sem
að sjálfsögðu er erfiður keppinautur starfandi ljósmæðra
í bænum.
En það verð eg að telja mjög illa farið, ef rígur og óvild
kemst upp á milli hekna og ljósmæðra, j>ar sem almenn-
ingur á svo mikið undir ])vi, að þær tvær stéttir vinni sem
best saman og styðji livor aðra í sínu þýðbigarmikla
starfi. ,
Þetta er yður birt til leiðbeiningar eftirleiðis og fer
ekki annara á milli.
Vilniiiiulur Jónsson.