Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 11
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ 21 Ungnr læknir nokkur, Semmelweis afi nafni, þótiist fullviss um, aó samband væri á milli barnsfarasóttar krufningar lækna á líkum. Hann kom því fram með þá skoðun, að læknarnir sjálfir bæru smitið með ólirein- um höndum og verkfærum í sjúklingana. Hann réð læknum til þess að þvo sér um hendurnar upp úr klór- vatni, þegar þeir væru við störf sín. Þetta ráð lians var mjög skynsamlega, ])ví að klórvatn vinnur vel á öllum sóttkveikjum. Hiusvegar var Semmelweis ekki vel ljóst livað það var, sem olli sjúkdómnum. Hann liélt, að það væru eiturefni frá líkunum, sem læknarnir voru að kryfja. Hann vissi ekki, að það voru lifandi verur, sýkl- arnir, sem mynda likefnið og geta líka orsakað liarns- farasótt. Það varð ekki fvr en menn komust að raun um að sýklarnir, sem berast inn í fæðingafæri kon- .unnar, valda þar evðileggingu, að mönnum skildist það, að einn eða tveir fingur, þó að þeir virðist vera alveg hreinir, geta l)orið hanvænt eitur inn i líffæri konunn- ar. Semmelweis var mjög óvæginn í þeim ritdeilum, sem hann átti i um þetta áhugamál sitt, og fór ómjúk- um orðuni um þá lækna, sem hvorki vildu sinna kenn- ingum hans né ráðum. „Þið morðingjar“, kallaði hann þá í ádeilugreinum sínum. Hann varð þvi fyrir harð- vítugum árásum, og það var ekki fyr en seint og síðar meir, að liann var gerður að yfirlækni við litla f,eð- ingastofnun i Ungverjalandi. Þar kom liann því á, að læknar og lijúkrunarkonur þvoðu sér um hendurnar úr klórvatni. Arangurinn varð sá, að færri konur fengu nú barnsfarasótt en áður. Skoðanir sínar um uppruna barnsfarasóttarinnar hafði Semmelweis myndað sér á þeim dögum, er hann var nýorðinn læknir og starfaði við fæðingastofnun- ina í Vínarborg. Stofnun þessi var um það leyti tví- skift. Störfuðu eingöngu ljósmæður á annari deildinni en lækhanemar á binni. A báðum deildunum dóu marg- ar konur iir barnsfarasótt, en talsvert fleiri á deild

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.