Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1932, Blaðsíða 6
]() LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ ]iess varla verf), frekar en önnur tilhæfulaus illmælgi, þá ínun eg geta fengið marga, og þar á meðal nokkura merk- ustu lækna þessa bæjar, sem best liafa fylgst með starfi minu hér, til þess að bera það, að eg hafi altaf haft þá skoð- un, sem birtist i grcininni og unnið samkv. lienni alla tið, löngu áður en farið var að tala um stofnun fæðingardeild- innar. Hefði eg þvi eins vel getað skrifað þessa grein eins og liún er, áður en deildin tók til starfa, og hefði þá land- læknir — eða þessir „sumir“ sem hann talar um — slopp- ið við að gera mér getsakir um það, að grein mín sé sprott- in af samkepnisóvild við fæðingardeildina. Ætla eg svo ekki að orðlengja um þetta að sinni en mun eftirleiðis eins og hingað til hafa mínar skoðanir bæði á fæðingahjálp og öðru og láta þær i Ijós opinberlega, ef mér finst ástæða til. Þuríður Bárðardóttir. Agrip af sögu fædingahjálparinnar. --- Frh. Þetla atvik varð til þess, að hjá henni vaknaði áhugi fyrir 1 jósmæðrastarfinu og tók hún nú að nema þessi fræði með kappsamlegum lestri læknisfræðilegra hóka. Ljósmóðir nokkur tók liana með sér til fæðinga, og brátt fór að fara orð af henni sem ágætri ljósmóður. Hún skrifaði hjá sér til minnis það, sem fvrir liana har i starfinu, og þau skrif sín notaði hún^síðar s.em frum- drög að ljósmæðrafræði sinni, sem er 200 síður með mörgum ágætnm myndum. Hún var mjög leikin í starfi sínu. Hún festir snörur á skaft, sem hún fer með inn í legið og bregður sinni snörunni um hvorn fót barnsins, sem liggur í skálegu með framfallinn iiandlegg. Að því búnu vendir hún með þeirri hendinni sem hún fer með

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.