Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1932, Page 9

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1932, Page 9
LJÓSMÆÐRAbLAÐIÐ 19 leg. Þár lágu í einni kös barnsbafandi konur, aðrar, sem voru að ala börn, og sængurkonur^ devjandi úr barns- farasótt. En Marie Louise komst seinna að nýrri fæð- ingadeild, þar sem starfstilhögun öll og aðstæður vortl betri. Hinn frægi fæðingalæknir Baudelocque var þá yfirlæknir þar. Tók Marie Louise þar við yfirljósmóð- urstöðn 17i)5. Hún hafði geysimikla verklega reynslu; kvað hafa séð 40.000 fæðingar. Á árunum 1821—25 skrifaði liún 1 jósmæðrafræði sina; eru í lienni góðir kaflar um sitjandastöðu, skálegu, tángafæðingu, blæð- ingar í fæðingn við fyrirsæta fvlgju og fæðingakrampa. Erum við þá komin að því timabili sögunnar, sem eg liefi kent við fiéðingastofnanirnar. Fvrir utan liina eldgömlu fæðingastofnun i París var engin slik stofn- un til i K.vrópu þar til 1728, að reist var fæðingastofn- un i Strassluirg. Arið 1751 var önnur reist í Berlín, og nú rak hver aðra, í ýmsum borgum, einnig í Kaup- mannahöfn 1757. Fæðingastofnanirnar Iiöfðu mikla þýðingu sem skóli fyrir ljósmæður og lækna, og var fæðingahjálpin eins og að líkindum lætur, iðkuð þar sem vísindi og gerðar margar þýðingarmiklar alhuganir og uppgötvanir. Margir af yfirlæknum stofnananna hafa skapað sér varanlega frægð í sögu 1‘æðingáhjálpar- innar. Eg vil þó aðeins nefna tvo þeirra manna, seirr fremstir eru meðal vor Dana á þessu sviði, ]>á Chr. lierger og Matthias Saxtorjih, ásamt hinum fræga próf. Michaclis í Kiel, sem á þeim tíma, l'vrri hluta 19. ald- ar, heyrði lil hinu danska einveldi. Að vísindaleguin hæfileikum tók hann langt fram samtímamönnum sín- um i Kaupmannahöfn, þeim Sylvester Saxtorph og Levy. (i. 4. Michaelis (1797— 1848) varð yfirlæknir og skólasljóri ljósmæðraskólans við fæðingastofnunina í Kiel 1811. Aðalverk lums er „Athuganir og rannsóknir á þröngum grindum", og var það gefið úl af aðsloðar- manni hans og eftirmanni, Litzmann, 1851—55. Michaelis aðliyltis skoðanir Semmehveiss um orsak-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.