Ljósmæðrablaðið - 01.01.1935, Page 6
4
LJOSMÆtíRABLAÐlÐ
?ð feld var niður 10. grein þess og tölusetning annarra
greina nállúrlega breylt samkvæmt því. Var þessi breyt-
ing li! stórra bóla, því að sú grein var með öllu ófær, eins
og tekið var fram í umsögn stjórnar Ljómæðrafélagsins,
sem getið var i síðasta blaði.
Að öðru leyti var frv. samþykt í sinni upprunalegu
mynd og þannig afgreitt sem lög frá Alþingi.
Hvað snertir annars undirtektir þær, sem frumvar])ið
hefir fengið utan þings, mætti meðal annars geta, að á
aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík, höldnum 5. og
6. nóv. s.l., voru gerðar samþyklir um frumvarpið og
fóru þær mjög i sömu átt og tillögur Ljósmæðrafélagsins.
Þar sem annars staðar hefir verið opinberlega um mál-
ið rætt, hafa víðast komið i ljós sömu skoðanir, að mönn-
um þykir mjög varhugaverð síðasta málsgrein !). gr.
Það verður því eigi séð af þeim umræðum, sem orðið
hafa um málið til þessa, að konur aðliyllist yfirleitt þá
stefnu, að fóstureyðingar skuli vera lögleiddar eftir rúss-
neskri fyrirmynd, meðfram eða mest fyrir það, að möð-
urinni ekki þóknast að ganga með og fæða sitt barn.
Er það vel farið, að sá hugsunarháttur virðist enn eiga
formælendur fáa meðal íslenskra kvenna, enda teljum
vér þjóð vorri sísl þörf á því, að menn leggi sig í líma
til þess, að l’inna upp ráð, lil þess að hindra eðlilega
fjölgun hennar.
Ljósmæðurnar liafa flestum öðrum fremur ástæðu og
tækifæri lil þess, að láta þessi mál að einhverju leyti
til sín taka. Oft leila konurnar fyrst til ljósmæðranna
eftir ráðum og baldkvæmum tillögum viðvíkjandi ýmsu,
sem viðkemur kynferðismálum, ])æði þegar þær eru van-
færar og þegar öðru vísi stendur á og einhvern vanda
ber að höndum. Það cr þvi nauðsynlegt, að ljósmæður
athugi vel öll þessi mál og cr þess miklu meiri þörf nú
en nokkru sinni áður, þegar á oss skella slíkir brotsjóar
sem fóstureyðingaralda sú er, sem nú flæðir yfir lönd-