Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Page 4

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Page 4
50 LJObMÆ-ÐRABLAÐIÐ þá einkum, að laun ljósmæðra hækkuðu, og hefir senni- lega sumum dottið í liug, að sanngjarnt væri að láta fé- lagið njóta þess þannig, að borga þó þetta litla árstillag skilvíslega. Bráðlega var námstimi ljósmæðra lengdur úr 6 upp í 9 mánuði og siðast upp í árlangt nám. Og fl. o. fl. mætti telja til umbóta. Ljósmæðrum landsins varð ljósl, að þetla var félags- skapnum að þakka. En þær sáu einnig að þetta fékst fyrir aðgerðir félagsins án þess að ljósmæður almennt gerðu nokkurn hlut nema að horga árstillög sin, þær sem það gerðu. Og fengu þær meðal annars Ljósmæðrablaðið i aðra liönd fyrir það. Það liefir verið vaninn, að fela stjórninni allar fram- kvæmdir á störfum félagsins, og er það eðlilegt þar sem i hana þurfti að skipa ljósmæður úr Reykjavik, þvi aðrar gálu ekki náð svo oft sem þurfti hvor til annarar, og auk þess var það sem gera þurfti, þannig vaxið mál, að oftast varð að ná til Alþingis með það, og ýta þar á eftir fram- kvæmdunum. Að sjálfsögðu var það formaður félagsins sem har allan liita og þunga dagsins í þessum málum og barðist fyrir þeim. Þetta hefir orðið að vana, að ljósmæð- ur þurfa ekkert um þetta að liugsa. Stjórnin framkvæmdi all — umbætur fengust án þess fleiri þyrftu þar nokkuð að gera. Þetta virtist alt fara vel. — Og alt starf var ein- göngu miðað við velferð og framgangsheill ljósmæðra- stéttarinnar. Ljósmæður yfirleitt, hæði innan félags og utan, viður- kenna muninn sem á er orðinn um kjör þeirra. Og nú niundi engin þeirra vilja missa Ljósmæðrafélagið. Eða vildi nokkur ljósmóðir vinna starf silt fyrir sömu laun og áður voru: Kr. 70—75 um árið, kr. 3.00 fyrir l'æðingar- hjálp og kr. 1.00 á dag meðan verið er hjá konunni. — Sennilega liefði nú samt þar við setið, hefði ekkert ljós- mæðrafélag verið hér til.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.