Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Qupperneq 5
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ
51
En ekkert er svo vel úr garði gert, livorki maður né
málefni, að ekki þurfi það sinna muna með til lífsvið-
halds. Það er viðurkent: að „maðurinn lifi ekki af einu
saman brauði“. Og það verður að viðurkennast, að ekk-
ert félag getur lifað af „einni saman stjórn“! Þar verða
allir félagskraftar að leggja fram sinn lífsneistann liver.
Þó margir séu litlir og lýsi skamt, þá eru þeir þó altaf
lífsmerki þaðan sem þeir koma.
Yið getum litast um innan Ljósmæðrafélagsins hvern-
ig samtökin eru (þó eg viti að þau eru þar ekki mikið verri
en sumstaðar gerist í félögum). Eg hefi minst á, að illa
gengur eða liefir gengið með árslillög frá sumum ljós-
mæðrum og mættu þær þó láta félagið njóta þess, að laun-
in liafa hækkað fyrir aðgerðir þess. Þá er hlaðið. Mjög
sjaldan fær það nokkurt orð eða efni frá ljósmæðrum
yfirleitt. Gott ef það er lesið, og því er haldið til haga.
Þá er sú sjálfsagða krafa, að koma iá aðalfund félagsins.
Það er engin von að fjöldi Ijósmæðra mæti árlega í
Reykjavík. En það veit eg og get fært rök fyrir, að mikið
gæti það verið hetra en nú er. Margar ljósmæður koma
árlega til Reykjavíkur, einkum á vorin, og eru jafnvel í
bænum sjálfa fundardagana, án þess að líta þar inn. En
láta annað, ljósmóðui'starfi óviðkomandi, sitja í fyrirrúmi.
Það liefir verið gert mikið til þess að samræma sem
best fundardaga aðalfundar við lieppilegar ferðir að og
frá Reykjavik, og einnig hvenær hentugast mundi fyrir
Ijósmæður, seixi hefðu fyrir sveitahúskap að sjá, að taka
sig upp frá því.
Fundardagar hafa verið látnir leika á timanum frá því
uxxx miðjan júni til byrjun júlí, eftir óslc fjölda félags-
kvenna, en það virðist alt koma í sanxa stað niður. Sú
tilbreytni var gerð að gefa skemtiferð í saxxxbandi við
fundinn. En fundarkonur töldu sig þá oft liafa öðru að
sinna, t. d. kaffihoði hjá vinkonu o. þ. h. Ferðalög þessi