Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Blaðsíða 10
56
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
verið haldið fram. í aðalatriðum má segja, að þessi
lög hafi nokkra þýðingu, að þvi leyti, að koma i veg
fyrir úthreiðslu sjúkdóma, en til þess verður að rann-
saka hvert einstakt tilfelli út af fyrir sig, og ekki má
gera sér of háar vonir um að takast megi að útrýma
sjúkdómum á þennan hátt.
Það er fróðlegt að athuga, hvað reynslan liefir kent
mönnum i öðrum löndum um gagnsemi þessara laga
og iiver áhrif þau liafa Jiaft á endurbætur kynstofns-
ins. Á 2. alþjóðaþingi fyrir sálarrækt (mentalhygiene)
í París sumarið 1937, skýrði dr. Howard C. Taylor frá
Bandarikjunum frá fróðlegum athugunum um þessi mál,
sem hér skal birtur úrdráttur úr.
Löggjöf Bandaríkjanna á þessu sviði er mjög ólík i
hinum ýmsu ríkjum, þar sem löggjafarvald hinná ein-
stöku ríkja, en ekki sambandsþingið i Washington, á-
kveður iivort sett skuli lög um þessi efni eða ekki. í
Bandaríkjunum er því engin sameiginleg löggjöf til í
þessum efnum, en eins og dr. Taylor sagði, fara 48 ó-
líkar þjóðfélagstilraunir fram innan Bandaríkjanna.
Yegna hinna ólíku kynflokka, hinna ýmsu trúar-
hragða og ólíka menningarástaiids ríkjanna er löggjöf-
in harla misjöfn á þessu sviði.
30 ríki af 48 hafa nú samþykt lög um vananir, en
hin 18 hafa ennþá engin lög um þetta. í þessum 30
ríkjum hefir lögunum verið heitt mjög misjafnt, sum-
staðar hafa aðeins verið gerðar örfáar aðgerðir, en ann-
arsstaðar, t. d. í Kaliforníu, liafa þær verið gerðar i
þúsundatali. I þeim ríkjum, þar sem meiri hluti íhú-
anna er kaþólskur, hafa lögin ekki verið framkvæmd,
þó að þau hafi verið i gildi. Lög um þessi efni eru nú
yfir 40 ára gömul í Bandaríkjunum, þar sem fyrsta
lagafrumvarpið — sem að vísu var ekki samþykt —*
kom fram í ríkinu Michigan 1897. Samt sem áður voru