Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Page 12

Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Page 12
58 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ I þessu sambandi getur liann þó um vissar rannsókn- ir, sem benda í þá átt, að liið raunverulega gagn af vönunum allra fávila muni vera mjög vafasamt. Pun- nett álítur, að 10% af öllum íbúum Ameríku hafi sál- rænar veilur (mental defects), og að það mundi taka 8000 ár að uppræta þessa kvilla, ef fávitar einir væru gerðir ófrjóir. Fisclier hefir reiknað út, að ef allir and- lega sljóir einstaklingar eins ættliðs væru gerðir ófrjó- ir, myndi tala fávita í hverjum nýjum ættlið lækka um aðeins 17%. Aðrir telja, að þetta sé of liátt reikn- að og að talan myndi varla fara fram úr 5%. Þessar tölur sýna, að gildi vanana fyrir kynbætur er í liæsta lagi fjarlægur framtíðardraumur, jafnvel þegar átt er við fávila, og sé um aðra sjúkdóma að ræða, sálræna eða líkamlega, er full ástæða til að vera vanlrúaður á árangurinn. Árangurinn, sem enn liefir náðst, með lögum þess- um í Ameríku, er nálega enginn, ef miðað er við kyn- bæturnar. Mesta þýðingu hefur ef til vill það, að yfir- völd landsins hafa kynst verkefnum þeim, sem hér liggja fyrir, og óneitanlega liefur stundum tekist að hjálpa sjúklingnum, fjölskyldu lians og þjóðfélaginu að einhverju leyli. Próf. Riidin frá Munchen talaði einnig á þessu sama þingi um mannakynbætur i því skyni að koma i veg fyrir geðsjúkdóma. Hann benti á muninn, sem er á van- analögum þýskalands og annara landa. 1 Þýskalandi er lögskipað að gera menn ófrjóa, ef um er að ræða sjúk- dóma eða meðfæddar veilur, sem samkvæmt lögunum eru taldar skaðlegar, en í öðrum löndum þarf að fá samþykki sjúklingsins sjálfs eða forráðamanns. Urn þetla segir próf. Rúdin: Slík aðferð (þ. e. að samþykk- is skuli þurfa frá sjúkl.) er ekki rétt. Annað hvort er maður ekki viss um að einliver sjúkdómur erfist og kemur þá ekki vönun til greina, eða maður telur sjúk-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.