Ljósmæðrablaðið - 01.09.1938, Qupperneq 13
LJOSMÆÐRABLAÐIÐ
59
dóminn arfgengan eða hættn á því, og þá verður að
berjst á móti honum án þess að taka tillit til annars
og ekki láta vankunnáttu, úrræðaleysi, kjarkleysi, ó-
sjálfstæði og ótta eða hleypidóma stjórn- og trúmála,
vantandi skilning eða illan vilja og vorkunnlátssemi
hafa álirif á sig.
Það er þessi lögboðna vönun, sem einkennir þýsku
lögin, og sem margir telja óliæfa, eftir þeirri takmörk-
uðu þekkingu, sem enn er fengin á arfgengi mannlegra
eiginleika.
Ein afleiðing slikra laga, sem fyrirskipar læknum að
segja til sjúklinga, sem þeir telja að kunni að ganga
með arfgenga geðsjúkdóma, lilýtur að vera sú, að sjúk-
lingur forðast að leita til læknis af ótta við að verða
gerður ófrjór, og sjúkdómurinn, sem hægt væri að hæta,
ef í tíma væri að gert, getur versnað svo, að ekki verði
ráðin hót á ástandinu, þegar hann loks neyðist til að
leita læknisins.
Ef borin eru saman ummæli próf. Riidins frá þing-
inu 1937 og unnnæli lians frá 1. alþjóðaþingi sálarrækt-
armanna i Washington 1930, kemur í ljós, að hann hafði
þá allt aðra skoðun á þessu máli, þar sem hann segir:
Eg vil persónulega ekki fallast á nein þvingunarlög.
Þvert á móti lít ég svo á, að hægt sé að koma nauð-
synlegum endurbótum til leiðar með réttilegu upplýs-
ingarstarfi og vingjarnlegri fræðslu í kynferðis- og hjú-
skaparmálum, sem kynbóta- og sálsýkisfræðingum væri
falið að annast. Ef þetta ekki djrgði, væri hugsanlegt,
að fólkið tæki sjálft til sinna ráða og setti lög um þessi
mál af frjálsum vilja. Reynslan í Ivaliforniu hefir þó
kent mönnum, að aukin uppfræðsla og haganlegt fvr-
irkomulag á þessum málum er spor í áttina til frek-
ari endurbóta.
Engar stórvægilegar uppgölvanir liafa á siðustu 7 ár-
um verið gerðar með tilliti til erfða á geðsjúkdómum