Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Blaðsíða 3
Ljósmæðrablaðið I. 1944. Lyfjasafn heimilisins. Grein þessi, sem er þýdd og breytt af dr. med. Snorra Hallgríms- syni, birtist í hinni nýju bók, Heilsurækt og mannamein, sem út kom fyrir áramótin. Þar sem ekki er líklegt að ljósmæður hafi náð í bókina almennt eða eigi þess kost að eignast hana, þar sem hún mun vera því nær uppseld, birtir Ljósmæðrablaðið í þetta sinn eftirfarandi grein úr henni, með leyfi útgefanda og höf.: Á hverju heimili, og þá sérstaklega sveitaheimilum, sem langt eiga til læknis og lyfjabúðar, er nauðsynlegt, að til séu einföldustu sáraumbúðir og algengustu lyf, sem notuð eru við umbúnað á sárum. Á afskekktum heimilum er einnig gott, að til séu ýmis lyf, sem oft þarf að grípa til, en engin hætta getur stafað af. Það er hins vegar ekki rétt, að geyma slík lyf og umbúðir innan um allskonar dót í handröðum, borðskúffum eða á spegilhillunni í baðher- berginu, þar sem hætt er við, að það skemmist, og börn geti náð í það. Hvert heimili ætti því að eiga lítinn skáp, sem eingöngu er notaður undir lyf og umbúðir og ekki til neins annars. Lyfjaskápinn er gott að hafa á veggn- um í baðherberginu, svo hátt uppi, að börn nái ekki til hans. í lyfjaskáp heimilisins eiga einungis að finnast lyf, sem hafa vel þekkt og ákveðin áhrif og ekki eru samsett úr ttiörgum efnum með mismunandi áhrifum. Einungis þau lyf, sem oft þarf á að halda, eiga að vera til á heimilinu. Lyf, sem hafa verið fengin að læknisráði við sérstökum, ákveðnum sjúkdómi, ætti aldrei að geyma, eftir að þeirra er ekki lengur þörf. Sé eitthvað eftir í meðalaílátinu,

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.