Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Blaðsíða 5
L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 3 aðferina, sem stendur á miðanum, í hvert skipti, sem með- alið er tekið inn. Þegar þér mælið meðalaskammt handa sjúklingi, er sér- staklega áríðandi, að þér hafið hugann allan við það, sem þér eruð að gera. Það verður að mæla skammtinn nákvæm- lega samkvæmt fyrirsögn læknisins, og ef þér eruð ekki alveg vissir um, að þér t. d. hafið talið dropana rétt, kastið þá heldur burt skammtinum og teljið á nýjan leik en að gefa sjúklingnum skammt, sem þér eruð ekki alveg vissir um, að sé réttur. Lyfjaskammturinn er venjulega tekinn í dropum, te- skeiðum, matskeiðum eða barnaskeiðum. Nú á dögum eru til skeiðar af óteljandi stærðum og gerðum. Á hverju heimili ætti því að vera til meðalamæliglas, sem er með merkjum fyrir teskeið, barnaskeið og matskeið af venju- legri stærð. Dropa á að telja með dropateljara, en ekki af handahófi. Ef meðalið er fljótandi, er ráðlegt að hrista flöskuna vel, áður en tekið er inn. Þegar tappinn er tekinn úr flösk- unni, verður að gæta þess, að engin óhreinindi komist á hann. Bezt er að leggja tappann á borðið með efra end- ann niður, á meðan meðalaskammturinn er mældur, og setja hann tafarlaust aftur í flöskuna að því loknu. Oftast er bezt að blanda meðalaskammtinn með ofur- litlu af vatni, en stundum er eins gott að taka meðalið inn óblandað og renna því niður með sopa af vatni. Töflur og pillur á að gefa sjúklingum í skeið, eða láta hann sjálfan taka þær úr öskjunni; með öðrum orðum, sá sem hjálpar sjúklingnum, á ekki að taka töflurnar eða pillurnar í lófa sinn og færa sjúklingnum þannig, þar sem þá er hætt við, að þær óhreinkist, verði mjúkar af hita °g svita og að smitun geti borizt frá lófanum. Bragðvond meðul má á margan hátt gera bragðbetri eða hragðminni, t. d. með því að taka þau inn í ísköldu vatni. Aftur á móti er ekki ráðlegt að gefa börnum bragðvond

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.