Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Side 6
4
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
meðul í mat, og þá sérstaklega ekki í mjólk, þar sem það
getur annars orðið til þess, að barnið fái andúð á matnum
eða mjólkinni og fáist ekki til þess að borða hann í langan
tíma á eftir.
Laxerolíu má gefa á margan hátt. T. d. er gott að hella
dálitlu af sterkum ávaxtasafa (appelsínusafa) í glas, síðan
laxerolíuskammtinum og svo aftur ávaxtasafa. Einnig er
gott að taka laxerolíuna inn snarpheita. Aftur á móti er
tilgangslaust að taka laxerolíu inn í vatni, þar sem hún
samlagast því ekki.
Aðeins mjög fá meðul er nauðsynlegt að hafa að stað-
aldri í lyfjasafni heimilisins. Allmargir eru farnir að nota
óþarflega mikið kvalastillandi meðul og svefnmeðul. Á
undanförnum árum hafa læknar orðið nokkuð varir við
slæmar afleiðingar af notkun þessara lyf ja, og þá sérstak-
lega af svefnmeðulunum. Enginn ætti að taka slík meðul
reglulega, nema að læknisráði.
Hvaða lyf er þá ráðlegt að hafa til á heimilinu?
Flestum f jölskyldum er nauðsynlegt að eiga eitthvert
hægðameðal,' sem hægt er að grípa til, þegar þörf krefur.
Ekki er þó vert að nota hægðameðal að staðaldri við lang-
varandi harðlífi, án þess að leita fyrst læknisráða. Oft
getur staðið svo á, að stórhættulegt er að taka inn hægða-
meðul. Einkum er það svo, þegar um botnlangabólgu er að
ræða. 1 byrjun er botnlangabólgan oft meinlaus og stað-
bundin við sjálfan botnlangann, sem er mjög lítið líffæri,
er ekki virðist hafa neina verulega þýðingu fyrir líkamann.
Bólgan í botnlanganum getur aftur á móti aukizt mjög
fljótt, svo að ígerð myndast, og þá er alltaf hætt við, að
botnlanginn springi. Springi botnlanginn, fara gröftur og
óhreinindi út í holið á milli garnanna og valda þar líf-
himnubólgu. Við inntöku hægðameðala kemst mjög mikil
hreyfing á garnirnar, og þar af leiðir aukin hætta á því,
að botnlanginn springi, ef um bólgu er að ræða. Þess vegna
á aldrei að taka hægðameðal við miklum verkjum eða sár-