Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Page 8

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Page 8
6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ eftir lyfseðli. Það er óhætt að fullyrða, að viturlegast er að láta ekki neitt af þessum lyf jum vera í lyf jaskápnum, og ætti aldrei að nota þau, nema að læknisráði. Af kvalastillandi lyfjum er acetylsalicylsýran, sem venjulega gengur undir nafninu aspirín það lyf, sem er langmest notað. Að svo miklu leyti sem menn vita, er aspirínið tiltölulega skaðlaust. Til er þó, að einstaka mað- ur hafi ofnæmi gagnvart aspiríni og þoli jafnvel ekki að taka það í mjög smáum skömmtum. Flest þeirra meðala, sem notuð eru til svæfinga og deyf- inga, þar á meðal morfín og ópíum, eru mjög sterk, og ætti því enginn að nota slík meðul nema að læknisráði, og yfirleitt má segja, að þau lyf, sem gefin eru þannig, að þeim er dælt inn í holdið, eigi ekki að finnast í lyfja- skápnum. Það kemur fyrir, að sjúklingum, sem ganga með langvarandi sjúkdóm, og þá sérstaklega sykursýki- sjúklingum, er kennt að dæla lyfjum inn sjálfir. Þessir sjúklingar ættu þó að geyma meðalið og sprautuna á sér- stökum stað, en ekki í lyfjaskápnum, sem allt heimilis- fólkið hefur aðgang að. Margs konar sótthreinsandi meðul eru notuð útvortis, og þá frekast til þess að sótthreinsa húðina í kringum sár og til þess að skola með háls og munn. Þau meðul sem mest eru notuð hér á landi til þess að sótthreinsa húðina, eru joðupplausn, spritt, lysól og sublimatupp- lausn. Bórsýruupplausn er nokkuð sótthreinsandi og er ágæt til notkunar fyrir almenning til þess að þvo óhrein- indi úr sárum og því um líkt. Bezt er að geyma bórsýruna óuppleysta í skömmtum, mátulega stórum (20 g.) til þess að leysa upp í hálfum lítir af vatni, og búa til nýja upplausn í hvert skipti, sem á þarf að halda. 1 lyfjasafninu má ennfremur gjarnan vera til natríum- bicarbonat, svokallað natron eða sódaduft, sem oft kemur

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.