Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
7
að notum við brjóstsviða og öðrum óþægindum, sem stafa
af of miklum sýrum í maganum.
Þau lyf, sem hér hefur verið minnzt á, þ. e. a. s. sótt-
hreinsandi lyf, kvalastillandi lyf og hægðalyf, er raunveru-
lega allt, sem nauðsynlegt er að hafa í lyfjaskápnum. Auk
lyfjanna eiga auðvitað að vera til sáraumbúðir, svo að
hægt sé að búa um sár til bráðabirgða. Sérstaklega á það
við í sveitum, þar sem oft er langt til læknis. Með aukinni
notkun véla og bifreiða og með auknum ýþróttum hafa
slysfarir færzt í vöxt, og er því nauðsynlegt fyrir hvert
heimili að hafa alltaf við höndina einfaldar sáraumbúðir.
Það sem fyrst og fremst þarf til þess að geta búið um sár
til bráðabirgða, eru sótthreinsuð bómull, heftiplástur og
skæri, sem ber að geyma í lyf jaskápnum og ekki að nota til
annara þarfa. Til þess að binda um rispur og smáskurði er
gott að nota heftiplástursumbúðir (Hansaplast), sem fást
tilbúnar í lyf jabúðum og eru þannig gerðar, að sótthreinsuð
sáragrisja er fastlímd á ræmu af heftiplástri.
Allir ættu að vita, að einfaldasta aðferðin til þess að
stöðva blæðingu úr smásárum á hörundinu er einungis að
þrýsta á sárið með sótthreinsaðri sáragrisju eða bómull. í
kaflanum um „Hjálp í viðlögum“ er nánar lýst, hvernig
stöðva á blóðrás og hvernig búa á um sár.
Auk sáraumbúðanna er nauðsynlegt, að til sé á heimilinu
hægðaskál, sem þægilegt er að nota handa sjúklingi, sem
má ekki stíga í fæturna, stólpípa með tilheyrandi gúmmí-
slöngu og könnu, hitamælir, hitapoki og meðalamæliglas.
Þennan stutta kafla um lyf jasafn heimilisins er viðeig-
andi að enda á eftirfarandi aðvörun: Geymið ekki neins
konar eiturlyf í lyfjaskápnum, og þá sérstaklega salmíak,
karbólsýru, sublimat, lýsól, strykninpillur eða kransaugna-
dropa.
Geymið aldrei ópíum eða morfín í lyf jaskápnum, þar sem
allir geta náð í það. Geymið ekki gömul meðul, eftir að