Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1944, Blaðsíða 10
8 L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ þeirra er ekki lengur þörf við þeim sjúkdómi, sem þau hafa verið gefin. Inniliald lyfjaskápsins. Sáraumbúðir. Nokkur sótthreinsuð grisjubindi af mis- munandi stærðum. Sóttlireinsuð bómull. Heftiplástur. Skæri, sem alltaf eru geymd í lyf jaskápnum og ekki not- uð til annars en við að búa um sár. Brunasmyrsl (sulphanilamidsmyrsl eða vítissteinssmyrsl (unguentum argenti nitras). Smyrslinu, sem fæst í öllum lyfjabúðum og oft í öðrum búðum einnig, á að smyrja þykkt á margfalda sótthreinsaða sáragrisju og leggja yfir brunasárið eða blöðrurnar og binda síðan laust um, en þó svo fast, að umbúðirnar hreyfist ekki. Hitamælir Venjulegur hitamælir ætti að vera til á hverju heimili. Meðalamæliglas. Dropateljari. Ýmis lyf, sem lieppilegt er, að til séu í lyf jaskápnum: Joðupplausn. Á smáskurði og rispur er gott að nota joðupplausn til þess að sótthreinsa sárið og hörundið í kringum það, áður en umbúðir eru lagðar á. Joðið má bera á húðina og sárið með bómull, sem vafið hefur verið á endann á litlum trépinna (eldspítu). Bórsýra. Bórsýruupplausn má nota til þess að þvo með sár, baða augun úr (1% upplausn), til munnskolunar o. fl. Upplausnin geymist illa, og er því bezt að geyma bórsýr- una óuppleysta í skömmtum, sem eru mátulega stórir (20 g.) til þess að leysa upp í hálfum líter af vatni, og búa til nýja upplausn í hvert skipti, sem á þarf að halda. Hydrogen peroxyd upplausn (brintoverilte). Þetta lyf er ágætt til þess að þvo með óhrein sár. Útþynnt er það einnig gott til þess að skola hálsinn úr því, og er þá mátu- legt að láta 1—2 matskeiðar í hálft glas af vatni.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.