Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 6
32 TlMARIT V.F.Í. 192 0. höf. telur. Má nefna pingvallaleiðina vestan ping- vallavatns og Lágaskarðsleið. Og þegar farið verð- ur að rannsaka Reykjanesleiðirnar, verður að minsta kosti að taka til álita eina leið nokkru vestar en höf. gerir. ,,Vestri Reykjanesleið“ hans liggur sem sje 10—12 kílómetrum fyrir a u s t a n Keflavík og jafn- langt fyrir austan Stað í Grindavík, og 15—20 km. fyrir austan allar aðrar bygðir og veiðistöðvar á utanverðum Reykjanesskaga. Tilgangurinn með því að fara út á Reykjanesskaga jneð brautina verður fyrst og fremst að vera sá, að fullnægja flutninga- þörf fólksins á því svæði, þ. e. aðallega flutning- um milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar annarsveg- ar, og fiskiveranna á Reykjanesskaga hinsvegar. Kn þá má brautin líklega ekki liggja svona langt frá fiskiverunum. Reglu Miehels verður nú á timum að nota með mikilli aðgæslu, hvort sem belti það, sem talið er hafa full not brautar, er reiknað 15 km. til hvorrar hliðar út frá brautinni, cða meira eða minna, því að framkoma bifreiðanna hefir brevtt afstöðunni milli vega og járnbrauta, og er breyting þessi stuttum járnbrautum og stuttum járnbraut- arflutningum í óhag, en löngum brautum og löng- um brautarflutningum í hag. Almenn útlistun á þessu er sú, að þar sem vara er flutt heiman að á bifreið, þá borgar sig betur að láta bifreiðina flytja vöruna alla leið heim að húsdyrum viðtakanda, heldur en að flytja vöruna fyrst-á járnbrautarstöð, síðan stutta leið með járnbraut, og svo aftur frá járnbrautarstöð viðtakandans með bifreið heim að dyrum hans. En þurfi vara að fara langan veg með járnbraut, þá gera bifreiðarnar mönnum kleift að koma vörunni á járnbrautarstöðina, jafnvel þó þeir búi i mikilli fjarlægð — talsvert meira en 15 km. — frá brautinni. Sem dæmi lil skýringar má nefna, að vegurinn frá Keflavík til Hafnarfjarðar er um 39 km., bilfær. Sá sem þyrfti að senda vagn- hlass af varningi frá Keflavík til Hafnarfjarðar gæti þá valið eitt af tvennu: a. Að láta vöruna einu sinni á bíl, aka 39 km. og taka einu sinni af bílnum, heima hjá móttak- anda í Hafnarfirði, eða: b. Láta vöruna á bíl, aka 12 km. til járnbrautar- stöðvar, taka af bílnum þar, láta vöruna undir þak á brautarstöðinni, borga kostnað við að láta vöruna á brautarvagn og aka henni 27 km. með járnbraut og taka hana úr brautar- vagni á stöðinni i Hafnarfirði, og láta hana á bíl eða hestvagn þar, aka heim lil móttakanda og taka þar af vagninum. Að sjálfsögðu verður hinn eiginlegi flutnings- kostnaður á km. lægri eftir járnbrautinni en eftir veginum, en það er efasamt, hvort sá mismunur á einum 27 km. getur borgað kostnaðinn við svona mörg aukahandtök. Og því lengri sem bílflutning- urinn að járnbrautarstöð og frá er móts við sjálf- an járnbrautarflutninginn, þvi tvísýnni verður notk- un brautarinnar, og er því enn þá varliugavcrðara að treysta þvi, að þessi jámbrautarleið fullnægi veiðistöðvunum fyrir utan Keflavik, sem eiga enn lengra til brautarinnar. Hjer liggja því strax fyrir til rannsóknar þau atriði: a. Hve utarlega brautin þurfi að liggja um Reykja- nesskaga til þess að t r e y s t a m e g i nú og siðar, að Skagabúar noti hana fremur en veg- inn til samgangna sinna við Reykjavik og Hafn- arfjörð, og b. Hvort ekki verði skynsamlcgra, að leggja brautarálm u frá Hafnarfirði til verstöðv- anna á Reykjanesskaga, þegar bifreiðarnar ekki þykja fullnægja flutningaþörfinni í því plássi lengur, en að láta stof nbrautina milli Faxaflóa og Suðurlands leggja svo mikla lykkju á leið sína, scm þarf til þess að verða Skaga- verstöðvunum að raunverulegum notum. Ekkert svar verður gefið við þessum spurning- um, nema eftir ítarlega rannsókn. J. ísl. Icitast við að leysa úr vafanum með samanburði á mannf jölda meðfram pingvallaleið og Reykjanesleið, og kemst að þeirri niðurstöðu, að meðfram síðari leiðinni sje þ r e f a 11 þj e 11 b ý 11 a. pessi samanburður er svo rangur, að furðu gegnir. Fyrst og fremst er mjög vafasamt, eins og jeg hefi sýnt fram á, hvort rjett er að telja til þeirra, er full not hafi Reykja- nesleiðarinnar, þessa hreppa: Keflavíkurhrepp........ með 572 manns Gerðahrepp .............. — 647 — Miðneshrepp ............. — 377 — Hafnahrepp .............. — 200 — Grindavíkurhrepp ........ — 358 — eða samtals 2154 manns af þeim alls 2872 manns, scm J. Jsl. telur, að hafi not Reykjanesleiðar en ckki pingvallaleiðar. En höfuðvillan í samanburðinum er sú, að slept er öll- um þeim, sem hafa sömu not beggja leiðanna, en slíkt er alveg röng samanburðaraðferð, ef meta á notagildi brautarstæðanna. Segjum l. d., að braul ætti að liggja yfir eyðimörk, milli tveggja borga, er hafa 20 þús. ibúa hvor; um tvö brautarstæði er að velja, og búa 10 menn í eyðimörkinni við annað brautarstæðið, en 100 menn við hitt. Eftir saman- burðaraðferð J. ísl. er svæðið meðfram seinni brautinni t í f a 11 þjettbýlla. En eftir r j e 11 r i samanburðaraðferð kemur fyrra brautarstæðið 40010 manns að notum, en seinna brautarstæðið 40100 manns, og gætir jmismunarins þá heldur minna. Rjettur samanburður á notendatölu pingvallaleiðar

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.