Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 7
TÍMARIT V. F. 1. 1 9 20. 33 og Reykjanesleiðar verður eitthvað á þessa leið, eftir manntalinu frá 1910, og með því að reikna Reykja- nessleiðinni hina vafasömu notendur í áðurnefndum 5 hreppum á Reykjanesskaga, eins og J. ísl. gerir: PinRvallaleið Reykjanes- með hlidar- álmum leið Selvogshreppur 86 Grindavíkurhreppur 358 Hafnahreppur 200 Miðneshreppur 377 Gerðahreppur 647 Keflavíkurhreppur 575 Vatnsleysustr.hreppur y2 2i6 432 Hafnarfjörður 1547 1547 Garða- og Bessastaðahr. 472 472 Seltjarnarneshr. 440 440 Reykjavík 11600 11600 Mosfellshreppur 313 y2 156 Kjalarneshreppur 258 pingvallahreppur 104 Grímsneshrepinir 413 Grafningshreppur 101 Ölfushreppur 598 598 La ugardalsh repp u r 167 Biskupstungnahr. 521 Árnessýsla austan Hvítár 4082 4082 Rangárvallasýsla 4024 4024 Samtals 24856 25594 Dcila má um það, hve mikið af austanfjallshrepp- unum beri að telja með, en jcg álit, að telja verði þingvallabrautinni ujiphreppa Árnessýslu (Laugar- dals-, Grímsness- og Biskupstungna-), sem óefað munu nota hrautina til kaupstaðarflutninga, þótt notkunin verði erfiðari fyrir þá en fyrir aðra, sem nær búa brautinni, úr því að Reykjanesbrautinni eru taldir Skagahreppamir. Og þessi samanburður gcfur alt aðra og miklu rjettari mynd af hlutfalls- legu notagildi þessara tveggja leiða, heldur en nið- urstaða J. ísl. um þrefalda þjettbýlið meðfram Reykjaneslciðinni. Að því cr landslagið snertir, erReykjanesleiðin alls- cndis órannsökuð, ekki svo mikið sem að neinn hafi farið eftir henni til þess að yfirlíta liana, hvorki J. ísl. nje aðrir. All, sem höf. segir um það cfni, er því bygl á landsuppdráttunum, og svo getgátum og sögusögnum, en því miður orðar höf. ýmislegt af þcssu eins og hann væri að skýra frá gerðum rann- sóknum. Hjer skal að eins bent á nokkur atriði þessa efnis, sem nægja lil að sýna, að án rannsóknar á hrautarstæðinu verður ekki heldur fullyrt neitt um hvort Reykjanesleiðin í því elni stenst samanburð við pingvallaleiðina. Uppdrættir herforingjaráðsins sýna landslagið með hæðalínum, og er hæðarmillibil línanna 20 metrar. En mishæðir, sem ekki nema 20 m., og því koma ekki í ljós á uppdráttunum, geta valdið mjög mikl- um erfiðleikum, gert annað brautarstæðið alveg óhæfilega erfitt, í samanburði við hitt. Einkum má búast við slíku i hraunum, en nú liggur mestur hluti Reykjanesleiðarinnar um hraun, og verður því að álykta mjög varlega um erfiðleika landslagsins á þeirri leið eftir uppdráttunum einum saman. Höf. virðist vera sjer þess meðvitandi, að þessir erfið- leikar sjeu miklir, því hann vill falla frá þeirri meginreglu um gerð undirbyggingarinnar, sem hald- ið hefir verið fast við i öllum áætlununum um ping- vallabrautina, sem sé þeirrí, að gera alla brautina upphleypta, og svo háa, að snjó skafi af henni. pað vita líka allir, sem hafa fengist við vegagerðir gegn- um hraun, hvílíkir einstakir erfiðleikar eru á því að leggja hraunvegi svo, að yfirborði þeirra þeri hærra en hæðirnar á hrauninu; í apalhraunum þarf yfirbyggingin að vera afarhá til þessa, í helluhraun- um (sem jafnaðarlegast eru öldumynduð), þarf ekki eins miklar fylhngar, en þar er ekki heldur neitt efni fáanlegt i fvllingarnar, nema sprengja til þess helluhraunið sjálft eða flytja .efnið langleiðis að, og verður hvorttveggja afardýrt. í umræðunum, sem urðu á eftir fyrírlestrinum, hjelt J. ísl. því fram, að isnjóinn skæfi ekki i hraunum, og þess vegna væri forsvaranlegt að hafa brautina niður- grafna þar, en sú staðhæfing, að snjó skafi ekki í hraunum, er svo ólíkleg, að hún verður alls ekki tekin trúanleg, nema langar athuganir og gerðar á ýmsum stöðum með fullkominni vísindanákvæmni staðfesti hana. Að órannsöknðn máli verður 'að telja hklegt, að reksturserfiðleikar, vegna snjóa á hraut- inni, yrðu engu minni á niðurgrafinni Reykjanes- braut en á up])hleyptri þingvallabraut, þrátt fyrir þann verulega mismun, sem er á hæð brautarstæð- anna yfir sjávarmáli. pcir verkfræðingar, sem áður liafa ifengist við athuganir á járnhrautarleiðunum, hafa ekki þorað að gera ráð fyrir því að órannsökuðu máli, að braut eftir Reykjanesleið gæti legið á hrú yfir Ölfusárús, heldur yrði lnin að liggja upp ölfus að Selfossi og þar austur yfir. Nú gefur .1. ísl. þessa lýsingu á brúarstæði á Ölfusárósi: Brúin mundi þurfa að vera um 300 m. löng. Vatnsdýpið í ósn- um er um fjöru 1.0—1.8 m. Botninn er klöpþ. — petta er sagt með ákveðnum orðum, cins og full- komin teknisk rannsókn á brúarstæði lægi fyrir. En við umræðurnar kom í ljós, að engin slík rann- sókn hefir verið gerð, lieldur eru þelta alt 'hálf- gerðar eða algerðar ágiskanir. Kostnaðaráætlun er þar gerð um hrúna, og lítið unt um hana að segja.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.