Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1920, Blaðsíða 10
36 TIM A RIT V. F. I. 1 9 2 0. skýrslu hans varð að taka upp allar pípurnar sum- arið 1919, af því að þær hefðu reynst „ónotandi í h e i 1 d s i n n i“, og gerði hann því þá aðalkröfu, að fá endurgoldið andvirði þeirra, kr. 8.880,00 10%, er voru í vörslum hreppsnefndarinnar, eða kr. 7.992,00, og auk þess borgun fyrir flutning þeirra til C., keyrslu og niðursetningu, viðgerðarkostnað, upptöku, verkstjórn o. fl., og nam aðalkrafan alls kr. 16.892,00. Að því er nú fyrst þessa a ð a 1 kröfu A. snertir, þá vantar allar upplýsingar um ýms mikilvæg at- riði, sem þyrfti að upplýsa, ef taka ætti hana til greina að öllu eða einhverju leyti. ]?ar eru engar upplýsingar um, hvort pípurnar hafi legið svo djúpt i jörðu, að fröst hafi ekki getað raskað þeim, nje heldur, hvort sandur, möl eða grýtt jörð hafi verið látin næst þeim, undir þær og kringum þær, og þá heldur ekki, livort svo gætilega hafi verið farið að við moksturinn ofan í skurðinn, að pípurnar liafi ekki orðið fyrir skemdum við framkvæmd þcss verks. pað er samt óþarft að heimta nánari upp- lýsingar um þessi atvik, eða rannsaka þau nánar, því eftir samningnum bar seljanda einungis ábyrgð á göllum í einn mánuð eftir að pípurnar voru tekn- ar til notkunar. peir gallar, sem fyrst komu fram sumarið 1919, eða nærfelt 9 mánuðum eftir að píp- urnar voru teknar til notkunar, eru því seljanda alveg óviðkomandi, eins og það líka var honum al- vcg óviðkomandi, þólt kaupandi, að því er virðist ástæðulítið, tæki upp allar pípumar og ónýtti þær. Aðalkrafa sækjanda verður því ekki tekin til greina. pá ber að athuga varakröfuna, eða reikning kaup- anda, að ujjpliæð kr. 3.432,50. Eftir samningnum átti fyrncfndur rafmagnsfræðingur að skoða jjíj>- urnar fyrir hönd kaupanda, áður en þær voru send- ar af stað frá D, og gæta þess, að ekki væru sendar pípur með sjáanlegum göllum. petta hefir vafalaust verið gert enda viðurkent, að hann hafi haft eftir- lit með útskipuninni, og þar sem einkis annars er getið, verður að telja það ábyggilegt, að engin pípa Iiafi verið sýnilega gölluð, er hún var afhent. Fyrst hálfu ári síðar var farið að nota pípurnar, en engar upplýsingar liggja fyrir um það, hvernig farið hefir um þær þennan tíma, hvort þær hafi verið geymdar í húsi, eða hvort þær hafi legið úti í frosti og leysingum; þess er heldur ekki getið, livernig pípumar voru fluttar frá sjó til staðarins, er þær voru notaðar, og yfirleitt ekkert minst á með- ferð þcirra frá því kaupandi tók við þeim í D, ógöll- uðum, eins og fyr segir, og þangað til búið var að grafa þær niður í C kauptúni. Er ekki óliklcgt að meðferð þeirra hafi, meðfram að minsta kosti, stuðlað að skémdum á þeim og þar af leiðandi leka. Með því nú verksmiðjan samt sem áður hefir í varnarskjali sínu, ótvírætt fallist á, að sjer beri að greiða verð þeirra fyr um getnu 21 pípna, er reynd- ust gallaðar við niðurlagningu, eins og að framan er frá skýrt, og yfirleitt tekið trúanlega og gilda 3 fyrstu liði reiknings hreppsnefndarinnar, er liljóða um viðgerð á nefndum pípum, þá verður ekki hjá því komist að skylda hana til að greiða A upphæð- ir þeirra, eða alls kr. 1050.00. Víðtækari ábyrð en það, að leggja annaðhvort nýjar pípur til í stað hinna gölluðu, eða borga þann kostnað, sem leiddi af viðgerð þeirra, og í reikningnum er talsvert hærri en nýjar pípur hefðu kostað, livíldi ekki á seljanda samkvæmt samningnum, og þvi getur eklci komið til mála að taka til greina 6. lið rcikningsins, skaða- bætur fyrir ljóstap vcgna viðgerðanna, og enn síð- ur 7. lið, uppbót á pípurnar vegna framkominna galla og óframkominna á þeim. Eflir cru þá 4. og 5. liður, ferðakostnaður Ó .verkfræðings og reikn- ingur hans; þessir liðir eru að upphæð 406 kr. 50 au. Mcð því að talsverðir gallar hafa komið fram á pípunum og með því að ferð þessi var farin eftir samkomulagi við seljanda, virðist eftir atvikum og aðstöðu málsins rjett að seljandi grciði þénnan kostnað að öllu leyti. Samkvæmt framanrituðu ber því verksmiðju B að greiða nú þegar hreppsnefnd A 1456 kr. 50 au. að frádregnum 880 kr. = 576 kr. 50 au., ásomt 6% vöxtum frá 15. mars 1920, þá er að telja má, að málssóknin hafi í raun og veru byrjað. Með tilliti til þess, að verksmiðjan hefir ómók mæHt haldið því fram, að hún hafi gert kaupanda það tilboð til samkomulags, ef hreppsnefndin vildi falla frá kröfu um gerðardóm í málinu, að borga viðgerðarkostnaðinn, eins og hann hefir orðið í raun og vcru, og allan kostnað við ferð Ó., en hann neit- að þcssu boði, þykir rjett, að aðiljar borgi að helm- ingi kostnaðinn við gcrðardóminn. Sökum veikinda eins gerðarmanna mestallan apríl og mikilla anna annars þeirra, hefir dómsupp- sögnin dregist of mjög. Af fyrgreindum rökum ályktast og úrskurðast rjett vera: Verksmiðja B. á að greiða þegar i stað hrepps- nefnd A. 576 kr. 50 aura með 6% vöxtum frá 15, mars til greiðsludags, en að öðru lcyli vera sýkn af kærum hans og kröfum í þessu máli. Borgun lil gerðardómsins greiði Iivor málsaðilja um sig að hálfu. , Reykjavik, 13. júlí 1920. Kl. Jónsson. Geir G. Zoega. K. Zimsen. Fj elagsprentsmiðj an

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.