Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 15 Úlík sjónarmið. „Viðsjárverð sagnaritun“ heitir grein, er hr. landlækn- ir, Vilmundur Jónsson, birtir 1 tímaritinu Heilbrigt líf, -1—2 tbl. 1947, og hefst á inngangsorðum, er hljóða þannig: „Ekki er tiltökumál, að auðtrúa eða óprúttnir skriffinn- ar hendi á lofti ýkjufullar þjóðsagnir og birti sem stað- reyndir í blöðum og bæklingum. Á þó slík ritiðja drjúgan þátt í að heimska landslýðinn. En út yfir tekur, er stétta- og fagtímarit taka upp þess háttar skrif varðandi sérgrein sína og innsigla gildi þeirra með því að bera þau á borð fyrir almenning sem sannfræði. Þetta hefir Ljósmæðra- blaðið illu heilli hent, er það birtir athugasemdalaust í 3. tbl. þ. á. frásagnarþátt eftir Ragnar Ásgeirsson búnaðar- ráðunaut undir fyrirsögninni „Tveir snillingar.“ Vissulega efa ég ekki, að R. Á. beri gott skynbragð á garðyrkju og e. t. v. ýmsar aðrar búfræðigreinir. Mundi ég ekki kjósa mig til að deila við hann um þau efni. En hitt virðist honum bagalega dulið, að sú kunnátta hans tryggir honum engan rétt til að tala eins og sá, sem vald hefur, um alls óskyldar sérfræðigreinir, svo sem læknis- fræði og læknasöguleg efni, enda verður honum hált á því svelli. Mun ég nú leitast við að inna þá þegnskyldu af hendi að sýna fram á, hversu mjög honum fatast um þá sérfræði í dómum sínum um hina „tvo snillinga“, er hann segir frá í fyrrgreindum frásagnarþætti.“ Fljótt á litið sýnist svo, að beinast hefði legið við að biðja Ljósmæðrablaðið að flytja þessa þegnskylduvinnu út um landsbyggðina, en við nánari athugun verður þó ofur skiljanlegt, að landlækni þætti öruggara, að orð hans

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.