Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 7
LJÖSMÆÐR ABL AÐIÐ 17 voru löngu til komnar og dreifðar víðs vegar. Má gera ráð fyrir, að ekki hafi natnir karlar miður fundið köllun hjá sér til þessara starfa eða síður verið kvaddir til að sinna þeim, er konur höfðu enn ekki lærdóminn fram yfir þá við að styðjast. En miklu tíðara en það, að karlar stund- uðu venjuleg yfirsetustörf, var hitt, að nærfærnir skottu- læknar væru til kallaðir, er ljósmæður bar upp á sker og nokkurra stórræða þótti þurfa við, en ekki náðist til lærðra lækna.“ Það er síður en svo, að þessi fróðleikur haggi á nokkurn hátt því, sem R. Á. segir um J. F. Þvert á móti sannar hann átakanlega það, sem ljósmæðrum hlýtur að vera minnisstæðast eftir lestur frásagnarinnar af Jóni og konu hans, en það er, hve menntun ljósmæðra hefir verið óbóta- vant allt fram á vora daga, svo að eigi aðeins alþýðan, heldur og þær sjálfar kusu sér ólærða menn til aðstoðar, ekki einungis í einni afskekktri sveit, heldur í öllum lands- fjórðungum. Mættu íslenzkar ljósmæður, sem að vonum finnst hlutur sinn fyrir borð borinn á margan hátt, íhuga það og ekki án þakklætis, að þjóðfélag það, sem þær starfa fyrir, hefur þó, þrátt fyrir allt, séð þeim fyrir því, sem öllu öðru er dýrmætara í ábyrgðarmiklu starfi, en það er hinni beztu menntun, sem völ er á. Kemur þá að seinni þættinum og farast landlækni svo orð: „Annað atriðið í frásagnarþætti R. Á., sem hér verður lítillega athugað, er fæðingartangarsmíð Eymundur Jóns- sonar í Dilksnesi í Nesjum í Hornafirði (d. 1927), en hann var einmitt einn þeirra ,,fæðingarlækna“, sem um ræðir hér að framan. Eymundur var þjóðhagasmiður og fágætur afreksmaður á marga grein. En engum lækni, og reyndar ekki heldur smið, fær dulizt, að frásögnin um smíð fæðingartangarinnar með þeim atburðum, sem R. Á. skýrir frá, og not hennar, er um annað hvort eða hvort tveggja stórlega ýkt og fær engan veginn staðizt, enda er til, að

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.