Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 10
20 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ að það leitaði liðsinnis manna, sem því fannst ,,styrkur“ í að hafa nærri stadda á þrautastundum, jafnvel þótt önn- ur hjálp þeirra væri af „lítilli getu.“ Ég fæ ekki betur séð við lestur greinanna „Tveir snill- ingar“ og „Viðsjárverð sagnaritun" en það, sem höfund- unum ber í milli, séu ólík sjónarmið á atburðum, sem raun- verulega hafa gerzt og eru ekki ómerkari til frásagnar en ýmsar aðrar þjóðfélagslýsingar frá sama tíma. Þar sem ég bar ábyrgð á, að frásögn Ragnars Ás- geirssonar birtist í Ljósmæðrablaðinu, blandaðist mér ekki hugur um, er ég hafði lesið grein landlæknis, að mér bar og að taka á mínar herðar umvandanir hans. Þykist ég nú hafa gert það og ekki undanskilð neitt það, er máli skipti. Hitt er svo lesendanna að dæma um, hvort þær hafi verið á rökum reistar. Sigríður Sigfúsdóttir Tvö bréf. Til formanns Ljósmæðrafélags Islands. Sigríðar Sigfúsdóttur, Rvík. Fyrir hönd Landsambands norskra ljósmæðra veitist mér sú ánægja að bjóða íslenzkum ljósmæðrum að taka þátt í landsmóti voru, sem haldið verður að unglingaskól- anum „Solhovd“ á Lyngseidet í Tromsö-fylki í Norður- Noregi dagana 1. 2. og 3. júlí n. k. Við vonum, að sem flestar íslenzkar ljósmæður sjái sér

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.