Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1921, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1921, Blaðsíða 11
21 T IM A R IT V. F. 1. 1 9 2 1. 5. Á Mókeldu á Flóavegi, 6. Á Móakotsá á pingvallabraut, 7. Á Grafargil i Norðurárdal í Borgarfirði, 8. Á Ærlæk á Hróarstunguvegi. Ennfremur var nokkuð byrjað á að gera brýr á Norðurá í Skagafirði og Brúará á Grímsnesbraut. Verða þær báðar fullgerðar á næstkomandi sumri. Loks hafa verið gerð lok úr járnbentri steinsteypu yfir fjölda ræsa í stað gamalla timburhlera. Geir G. Zoéga. 2. Vatnsvirki. Undir umsjón vegamálastjóra var unnið að fram- haldi Skeiðaáveitunnar. Með skurðgröfu þeirri, sem keypt var frá Ameríku 1919, var grafinn aðalskurð- urinn nema um 1000 metrar næstir skurðmynninu, sem eftir eru ógrafnir. Sóktist verkið greiðlega, sjer- staklega þar sem jarðvegur var ekki mjög vqtlend- ur, og var vjelin mjög stórvirk. par gróf hún, hóf upp og lagði á skurðbakkana, alt að 50—60 tenings- metra á klukkustund. Samtals var grafið með vjel- inni um 25 þús. teningsmetrar, og kostaði hver ten- ingsmeter kr. 1,73, auk fyrningar á vjelinni sjálfri. Flóðgáttin í mynni aðalskurðarins var steypt og lok- ið að mestu við það, sem ógert var af smáskurðum á áveitusvæðinu. Á árinu hefir allur kostnaður við verkið að meðtöldum vöxtum og lánum orðið um 115 þús. kr., þar af greiðist 14 hluti úr ríkissjóði, en hitt af áveitufjelagi Skeiðamanna. Á komandi sumri er áformað að fullgera verkið, svo áveita náist næstkomandi haust. 3. Símar. Árið 1920 ljet landssíminn framkvæma eftirfar- andi símalagningar og undirbúa fyrirhugaðar síma- lagningar og loftskeytasambönd, með þeim kostn- aði, sem hjer segir: 1. Keypt og flutt á staðinn efni í línuna Blönduós—Kálfshamars- vík......................... kr. 32.700.00 2. Fyrirhuguð talsímalína Reykja- vík—Borgarnes—Borðeyri full- gerð til Borgarness (sæsími yfir Hvalfjörð og Borgarfjörð).Enn- fremur var sett niður stauraröð frá Borgarnesi upp að Laxfossi — 197.000.00 3. Keyptir og fluttir á staðinn staurar í línuna Borgarnes— Hjarðarfell..................... — 38.000.00 4. Lögð ný talsímalína: Eyrar- bakki—þorlákshöfn............... — 26.000.00 5. Lögð ný talsímalína: Miðey— Hallgeirsey..................... — 19.600.00 6. Lögð ný talsímalína: Kiðjaberg —Minniborg.................... — 11.300.00 7. Strengd ný talsímalína á gömlu stauraröðinni Ölfusárbrú—Eyr- arbakki.......................... — 8.000.00 8. ‘ Keyptar 2 100 watta loftskeyta- stöðvar handa ísafirði og Hest- eyri og byrjað á uppsetningu þeirra........................... — 42.800.00 9. Keypt 1/2 kw. loftskeytastöð handa Vestmannaeyjum .... — 28.000.00 10. Keypt og flutt á staðinn efni í fyrirhugaða j arðsímalagningu á ísafirði........................ —• 9.400.00 11. Lagður jarðsími, innanbæjar, á Seyðisfirði...................... — 23.900.00 12. Viðbót við neðanjarðarsíma- kerfið á Akureyri................ — 9.000.00 13. Sett upp hrað-ritsímatæki á ísa- firði............................ — 9.000.00 Ennfremur voru allar eldri línur vandlega yfirfam- ar og viðgerðar. Reykjavík 22. apríl 1921. O. Forberg. 4. Vitar. Á árinu 1920 var lcveikt á 5 nýjum vitum: við Svalvog á Hafnarnesi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, á Geltinum, á Keflavíkurhól norð- an við Súgandafjörð, og var þar jafnframt bygt íbúð- arhús handa vitaverði, í Hrísey á Eyjafirði, á Hjalteyri og á Svalbarðseyri við Eyja- fjörð. Svalvogsvitinn. — Vitabyggingin er 3 m hátt steinsteypt hús með logsoðið ljósker, smíðað af h.f. Hamar í smiðju vitagerðanna. Vitaáhöldin eru Dalén-ljóstæki með glóðarneti, frá sænska a.b. Gas- accumulator í Stokkhólmi og 4. fl. katadioptiskri ljós- krónu frá sömu verksmiðju. Vitinn sýnir 2 blossa á 20 sek. bili og er ljósvídd hans 18 sm. Vitinn hefir kostað um kr. 41,000. G a 11 a r v i t i n n. — Vitinn er eins og Svalvogs- vitinn, en ljóseinkennið er 4 blossar á 30 sek. bili. Á vitanum er sólventill. fbúðarhús er bygt hjá vitan- um. Kostnaðurinn við hvorttveggja hefir orðið kr. 70,500. H r í s e y j a r v i t i n n. — Vitahúsið er 5 m. hátt, en útbúnaðurinn annars eins og á Svalvogsvita. Hann sýnir hvítan, rauðan og grænan blossa á 8 sek. bili. Kostnaðurinn hefir orðið um kr. 46,200. H j a 11 e y r a r v i t i n n. — Vitagrindin er 10 m. há, úr járni með steyptu ljóskeri frá S. H. Lundh & Co. í Kristjaníu. Ljóskróna 6 fl. frá Barbier, Bénard & Turenne í París, en ljóstækin eru síbrennandi olíu-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.