Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1921, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1921, Blaðsíða 12
22 T í M A R I T V. F. í. 1 9 2 1. tæki frá vitastjórninni sænsku og sýna hvítt,rautt og grænt ljós með myrkvum. Ljósvídd vitans er 6 sm. Vitinn hefir kostað um kr. 22,800, og er hann sett- ur upp á kostnað sveitanna, en rekstur hans tekur ríkið að sér. Svalbarðseyrarvitinn. — Vitahúsið er 5 m. hátt, úr steinsteypu, en að öðru leyti er hann bú- inn eins og Hjalteyrarvitinn. Hann hefir kostað um kr. 19,700, og greiða sveitasjóðir upphæðina. Th. Krabbe. 5. Rafveita Reykjavíkur. Undir umsjón verkfræðinganna A. Broager Christensen, Guðmundar Hlíðdal og Steingríms Jónssonar hefir verið unnið að Rafveitunni. Útboð voru gerð fyrri hluta ársins, og byrjað á verklegum framkvæmdum tímanlega á ár- inu. Var að mestu lokið við byggingu stöðvarhúss, íbúðarhúss og stýflunnar við Elliðaárnar, svo og að- veitustöðvar og 8 spennistöðva í bænum. Byrjað var á lagningu vatnspípunnar og fyrstu vélarnar komn- ar á staðinn. í flestum aðalgötum bæjarins voru lagð- ir neðanjarðar rafstrengir og settir upp staurar fyrir taugar í allmörgum öðrum götum. Um 250 neðan- jarðar húsálmur voru fullgerðar. Á árinu 1920 hafa alls verið greiddar kr. 1715264,- 58, auk kostnaðar við lántöku og rannsóknir á fyrri árum,er endurgreiddur hefir verið bæj-arsjóði með kr. 197867,28; þar af til verkalauna ca. kr. 894864,00. Gert er ráð fyrir að rafveitan taki til starfa í sum- ar og verði fullger á þessu ári (1921). G. J. H. 6. Húsagerð. Til húsagerðar hefir verið varið úr ríkissjóði kr. 473269,82. Hjermeð ekki talinn byggingarstyrkur til sjúkrahússins á Eyrarbakka, og kostnaður við að- gerð á eldri húsum ríkisins. 1. Til íbúðarhússins á Hvanneyri, . sem byrjað var að reisa sumarið 1920, hefir verið varið....... kr. 190921,80 2. Til að fullgera læknisbústaðinn á Vífilsstöðum, og að breyta fyr- verandi bústað læknisins í sjálfu hælinu (sem nú er notaður fyr- ir barnadeild, og er þar rúm fyr- ir 20 börn) var varið......... — 125053,22 I þessum kostnaði eru innifal- in öll húsgögn ásamt borðbúnaði, rúmum og rúmfatnaði í baraa- deildina. 3. Á Kleppi var grafið fyrir öllum kjallaranum að hinni fyrirhug- uðu byggingu þar, sömuleiðis var steyptur kj allari og gólf yfir hann, á stærri álmu hússins, kostnaður við það var.......... 4. Til framhalds byggingar á húsi yfir listaverk Einars Jónssonar var varið.................... . . 5. Byrjað var að reisa sjúkrahús- ið á Eyrarbakka vorið 1920, og komst það undir þak um haustið, en þá var hætt við vinnu, en að öllum líkindum verður byrjað aftur á verkinu í vor, kostnaður um............................. 98417,15 58877,65 100000,00 Guðjón Samúelsson. 7. Vinna við Reykjavíkurhöfn 1920. Á árinu 1920 var haldið áfram með uppfyllingu þá fyrir vestan Batteríisgarðinn, sem byrjað var á í maímánuði 1919. Ennfremur var vesturhluti hafn- arinnar dýpkaður og sömuleiðis svæðið fyrir framan hið fyrirhugaða bólvirki meðfram uppfyllingunni. Efninu í uppfyllinguna var ekið ofan úr Eskihlíð á járnbraut hafnarinnar og auk þess var uppmokst- urinn úr höfninni notaður í uppfyllinguna eftir því sem ástæður leyfðu. í júnímánuði var samningur gjörður við verkfræð- ingana Kampmann, Kjerulff & Saxild í Kaupmannahöfn um byggingu bólvirkis þess, sem á að takmarka vesturhlið uppfyllingarinnar. Frá 1. júní til ársloka var alls ekið niður úr Eski- hlíð 51000 ten.mtr. af grjóti og sandi og kostaði það, komið í uppfyllinguna, kr. 218500.00. Á sama tíma var mokað upp úr höfninni 68000 ten.m. af sandi og kostaði það, komið í uppfyllinguna, ca. kr. 141000,00. Verkfræðingunum Kampmann, Kjerulff & S a x i 1 d var greitt upp í kostnað við bólvirkisgerð kr. 198000.00. Viðhaldskostnaður á hafnargörðunum m. m. var árið 1920 kr. 55794.21. þór. Kristjánsson. >- j

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.