Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1921, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.05.1921, Blaðsíða 10
20 T 1 M A R I T V. F. í. 1 9 2 1. Fluttai' kr 522400 5. Tillög til akfærra sýsluvega.......... — 64600 --------------- kr. 587000 B. Til brúargerða.................... — 527000 Samtals kr. 1114000 Af því, sem varið er til flutningabrauta, hefir ná- lega 170 þús. kr. farið til viðhalds og endurbygg- ingar flutningabrautanna hjer sunnanlands frá Reykjavík austur að pjórsá-, Suðurlandsbrautarinn- ar og þingvallabrautarinnar. Umferð sjerstaklega um Suðurlandsbrautina er nú orðin mjög mikil, svo viðhaldið verður æði dýrt, þar sem brautin er víð- ast ópúkkuð og erfitt um haldgóða möl í slitlag veg- arins. Hafa því undaníarin ár verið teknir fyrir smá- kaflar, sem mest voru úr sjer gengnir, og endurbygð- ir, þannig að gert er slitlag úr grjótmulningi, sem þjappað hefir verið með valtara. pessi vegabót er dýr og miðar seint áfram, þó að fjái’veitingar sjeu nokk- uð miklar, sjerstaklega í slíkri dýrtíð, sem magnast hefir undanfarið. þó hefir verið ráðgert að fullgera endurbyggingu Flóabrautarinnar á næstu 3—4 ár- um. Leggur Árnessýsla fram 1/3 hluta kostnaðar til þessa vegar en ríkissjóður 2/3 hluta. Er ráðgert að byrja endurbyggingu Holtabrautarinnar næsta ár, og verður hún kostuð að x/3 hluta af Rangárvalla- sýslu. Af nýjum flutningabrautum var unnið að fram- haldi Húnvetningabrautar og Biskupstungnabraut- ar. Er sú fyrri nú að heita má fullgerð frá Blönduós að þjóðveginum hjá Vatnsdalshólum um 22 km. að lengd. Biskupstungnabrautin er framhald Grímsnes- brautar, sem nú er fullgerð frá Sogsbrú um endilangt Grímsnes að Brúará austanvert við Mosfell, en þar verður sett ný brú á ána í sumar. þessi braut á að ná að Geysi, en ógerðir eru enn rúmir 20 km. Byrjað var á lagningu Hvammstangabrautar, sem á að liggja frá Hvammstanga á akveginn hjá Stóra- Ósi. Verður sú braut 5*4 km. að lengd, en síðastlið- ið sumar var að eins unnið að undirbyggingu vegar- ins, svo að sá kafli, sem gerður var, kemur enn ekki að notum. þjóðvegafjenu var mestmegnis varið til viðhalds og til þess að leggja akfæra smákafla víðsvegar um land. Af akbrautum var haldið áfram lagningu Norð- urárdalsvegar í Borgarfirði og þar unnið fyrir 54 þús. kr. Er sá vegur nú kominn yfir hraunkaflann norðan við Laxfoss, er það um 31,5 km. vegalengd frá Borgarnesi. pá var og unnið nokkuð að fram- haldslagningu Langadalsvegar í Húnavatnssýslu og Hróarstunguvegar í Norður-Múlasýslu. Fjallavegafjenu var varið til viðhalds og vörðu- hleðslu, smáupphæðir á hverjum stað. Keypt hafa verið ýms stórvirkari áhöld en undan- farið til vinnuspamaðar, eða til þess að gera vegina haldbetri; má þar telja sjerstaklega 4 bifreiðar til malarflutnings og 1 vegvaltara. Á þessum gjaldlið er ennfremur talið ýmislegt efni, sjei'staklega til brú- argerða, og loks nokkuð af áhöldum og öðru, sem keypt var síðastliðið sumar, ekki beinlínis vegna vegagerðanna, en verður þó síðar notað við þær eða brúargerðir. Móti upphæðinni til akfærra sýsluvega hafa hlut- aðeigandi sýslufjelög lagt 50 þús. kr. Akfærir sýslu- vegir hafa sjerstaklega verið gerðir í Gullbi’ingu- sýslu, Mýra- og Boi’garfjai'ðarsýslu, Húnavatns- sýslu, Eyjafjai’ðarsýslu og Suður-þingeyjasýslu. Skiftist upphæðin nær eingöngu milli þessara sýslna. Á þessu ári voru í fyrsta sinn gerðar brýr sam- kvæmt lögum frá 1919 um brúargerðir. Vegna þess, að fyi'irsjáanlegt var, þá er kom fram á vor og und- irbúningur hófst til fx-amkvæmda, að bæði efni og vei’kalaun mundu verða miklum mun hæira en búist var við í ársbyrjun, komu ekki allar brúargerðir til framkvæmda, sem áformað hafði verið að ráðast í á árinu. Skulu hjer taldar þær helstu brýr, sem gei’ðar vonx, og jafnframt tilgreint, hve mikið hjer um bil hver þeirra kostaði: 1. Jökulsá á Sólheimasandi............ kr. 209000 2. Hólmsá á Mýrdalssandi................ — 58000 3. Fagradalsá í Suður-Múlasýslu .... — 8000 4. Eyvindai’á í Suður-Múlasýslu .... — 19000 5. Reynistaðará í Skagafirði............ — 34000 6. Kópavogslækur á Hafnarfjarðarvegi —■ 14000 7. Elliðaár hjá Reykjavík............... — 26000 8. Ilvítá í Borgarfirði á Kláffossi .... — 21000 Allar þessar brýr nema bi’úin á Jökulsá og Hvítá eru úr járnbentri steinsteypu. Á Hólmsá, Fagi'adals- á, Eyvindará, Kópavogslæk, Elliðaánum og Hvítá voru áður timburbrýr, en orðnar mjög fúnar. þær eru flestar komnar að því að falla, gömlu trjebrýrn- ar, svo ekki fer hjá því, að *á næstu árum vei'ði að vei’ja tiltölulega miklu af fje þvi, sem veitt vei’ður til bi’úargerða, til endurbyggingar þeirx-a. Hvítár- bi’úin og bi’úin á Jökulsá enx úr járni, er sú síðari um 230 metrar að lengd og stendur á samtals 10 stöpl- um úr steinsteypu. Voru í fyrra steyptir stöplanxir og lokið að mestu leyti smíði jái’nbrúai’innar í bi’úar- smiðjunni í Reykjavík. 1 ár verður bi’úin fullgerð, og er áætlað til þess um 50 þús. kr. Auk áður talinna brúa voru gerðar úr jái’nbentri steinsteypu smábx'ýr, sem allar eru frá 5—7 metra langar: 1. Á Hraunholtslæk á Hafnaxfj arðai'vegi, 2. Á Laugalæk á Lauganesvegi, 3. Á Lækjarbotnalæk á Suðui’landsbraut, 4. Á Krókskeldu á Flóavegi,

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.