Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1922, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.09.1922, Blaðsíða 8
58 TÍMARIT V. F. í. 1922. 6. Húsagerð. Til húsagerðar hefur verið varið úr ríkissjóði kr. 179200.00. 1. Til að fullgera íbúðarhúsið á Hvanneyri......................... kr. 49800,00 2. Til að fullgera barnadeild Vífils- staðahælis . . i......................— 8000,00 3. Til símastöðvaf í Hafnarfirði, er byrjað var að reisa í ágústmánuði, en ekki fullgerð..................... — 38300,00 4. Til listasafns Einars Jónssonar, aðaðlega til aðgerða á listaverk- unum og uppsetning þeirra .... — 31400,00 5. Til aðgerða og viðhalds ýmsum húsum ríkissjóðs..................... — 51700,00 6. Byrjað var að byggja ofan á símastöðina í Reykjavík, en fje ekkert greitt til þess það ár. Guðjón Samúelsson. 7. Mannvirki Reykjavíkur. A) Á kostnað bæjarsjóðs 1921 voru þessi aðal- verk framkvæmd: ]) 3” vatnsæð frá Kennaraskóla að Suðurpól með 2 brunahönum við Suðurpólinn. Lengdin var 515 m, en kostnaður 16000 kr. 2) Hverfisgata var malbikuð frá Iiafnarstræti að Ingólfsstræti. Akvegurinn 9 m breiður og 1600 mI. 2 3 4 5 að stærð. Gangstjettir 2—3 m á breidd, en 400 m2 að stærð. Kostnaðurinn varð 58000 kr. • 3) í Skólavörðuholti voru lagðar göturnar: Braga- gata, Nönnugata, Týsgata, Urðarstígur, Loka- stígur og Bergþóimgata. Allur kostnaður 60000 kr. 4) Farsóttahúsið raflýst og lokið við þær breyting- ar, sem byrjað var þar á árið áður. 5) Raflýstur Barnaskólinn. 6) Bakhúsið við slökkvistöðina breytt í svefnhús og íveruhús fyrir slökkviliðið, íbúð fyrir vara- slökkviliðsstjóra og skrifstofur. Ennfremur var öðrum bílskúrum þar breytt og tekinn handa sjúkrabílnum. 7) Við áhaldahús bæjarins við Vegamótastíg var gerður steinsteyptur skúr fyrir flutningabílana. Kostnaður 10000 kr. 8) 1 dýrtíðarvinnu var gerður fiskreitur í Rauðar- árholti, ca. 6 dagsláttur að stærð. Vegur var lagður að reitnum og Rauðarárstígur og Há- teigsvegur breikkaður og malborinn. H. Klitgaard Nielsen. B) Reykjavílcurhöf’n. Ár 1921 var haldið áfram með uppfyllingu þá fyrir vestan Batteríisgarð, sem byrjað var á í aprílmánuði 1919, og var henni að mestu lokið um áramótin 1921—1922. Samtímis var unnið að ból- virkinu meðfram vesturhlið uppfyllingarinnar, og stóð fyrir því verki P. M. Vejlgaard fyrir verk- íræðingafélagið Kampmann, Kjærulf og Saxild; var því verki lokið og afhent höfninni í desember 1921. Auk þess var unnið að viðhaldi hafnarinnar á ýms- um sviðum. p. K. C) Rafmagnsveita Reykjavíkur. Lokið við byggingu stöðvar og vatnsvirkja ásamt taugakerfi um Reykjavíkurbæ, að undantekinni götulýsingu, er var frestað. Var stöðin opnuð af konungi 27. júní og tók þá þegar til starfa, en lagning heimtauga og fullnaðar- vinna hjelt áfram til jóla. Voru þá lagðar 870 heimtaugar, sem reyndar voru ekki teknar til notk- unar allar. Mesta álag í aflstöðinni varð 23. des. 640 kw og framleiðsla til áramóta var 651000 kwst. Stofnkostnaður var við árslok 3,152,475,70 kr. þar af heimtaugar 289,423,53 kr. Tekjur fyrir straum voru kr. 56755,81, en heim- taugagjald kr. 200545,80. S. J. Ubersicht úber die wichtigsten 1921 auf Island ausgefuhrten Ingenieurbauten. I. Wege u.nd Briicken. Aus der Staatskasse wurde bezahlt: A. Fiir Wege: 1. Lándliche Fahrwege kr. 154000,00 2. Landstrassen . . . . — 78600,00 3. Bergwege...........— 12400,00 4. Gerátschaften .... — 24900,00 5. Bezirksfahrwege (Zuschuss) . . . . — 51000,00 ----------------- kr. 320900,00 B. Fúr Brúcken:.....................— 193000,00 zusammen kr. 513900,00 Neue lándliche Fahrwege wui'den gebaut als Fort- setzung alter in dem Biskupstunga-, Hvammstangi- und Skagafjörður-Wegnetz. Die Kosten fúr Be- zirksfahrwege trugen Staat und beteiligte Bezirks- vereine zu gleichen Teilen. Am meisten wurde ge- arbeitet im Gullbringu-, Mýra- und Borgarfjörður-, Húnavatns- und Eyjafjörður-Bezirk.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.