Ljósmæðrablaðið - 01.09.1958, Síða 4
50
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
mjög hægt. Dánartala bama eftir fyrstu viku eða mánuð
hefur aftur á móti lækkað örar en menn gerðu sér vonir
um. Ljósmæður verða að horfast í augu við þá staðreynd,
að jafnvel á Vesturlöndum lýkur einni þungun af hverjum
30—40 eðhlegum með dauða bamsins.
1 Hollandi nemur dánartala bama í sambandi við fæð-
ingu ekki fullum 10% af heildardánartölu landsmanna.
Tala andvanafæddra er næstum eins há og dánartala af
völdum slysa í öllum aldursflokkum. Eins og kunnugt er,
er það skyldustarf ljósmóðurinnar að sinna móður og barni
í 8—10 daga að aflokinni fæðingu. Stendur hún þar sem
kvenmaður betur að vígi en læknamir, sem i sumum
löndum annast að mestu störf ljósmæðra, en láta þar
numið staðar, er læknisstörfunum sleppir.
Ljósmóðirin sinnir sem sé um sængurkonurnar. Ætt-
ingjar og grannkonur hjálpa oft til við heimilisstörfin, en
ekki er það þó nærri alltaf, og væri því nauðsynlegt, að
konurnar gætu átt aðgang að heimilishjálp, á meðan þær
liggja á sæng. 1 Hollandi er skipulögð svonefnd mæðra-
hjálp, þ. e. a. s. aðstoð vel kunnandi kvenna á heimilum
sængurkvenna. Árangur þessa fyrirkomulags er sá, að
dánartala bama í sambandi við fæðingu hefur færzt nið-
ur í 15%0, sem er ein hin lægsta nú á tímum.
Nauðsyn ber til að auka og bæta gæzlu sængurkvenna
í heimahúsum, ekki sízt vegna þess að komið hefur í ljós,
að fyrirtímaburðir, sem vega 1800 g við fæðingu, geta
engu síður dafnað í heimahúsum en á sjúkrahúsum. En
þar eð fæðing fyrir tíma er ein aðaldánarorsök þessara
barna — þyngd þeirra við fæðingu er 1800—2500 g —
er meðferð þeirra eitt vandamesta hlutverk ljósmæðranna.
En jafnvel þegar ekkert sérstakt er að, er sameinað Ijós-
mæðrastarf og mæðrahjálp bezta lausnin, þegar um fæð-
ingu í heimahúsum er að ræða.
Á sjúkrahúsum og fæðingarheimilum vinna Ijósmæður
oTtast undir eftirliti lækna. Þær eru þar meðlimir hjúkr-
unarliðsins, en hjúkrunarkonur sinna þar að jafnaði bami