Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 5
L J ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 27 skipt (í Langholtsskóla). Ljósastofa stöðvarinnar var ekki tekin til starfa. Hjúkrunarkonur fóru í 17223 heimilisvitj- anir til ungbarnaeftirlits. Eftirlit með barnshafandi konum. Deildina sóttu alls 2492 konur, og voru þær skoðaðar 7610 sinnum. Af þessum konum voru 622 búsettar utan Reykjavíkur, og voru þær skoðaðar 1634 sinnum. Blóð- rauða minni en 60% höfðu 29 konur, 61—80% 1329, blóðþrýsting 140 og hærri 570, bjúg 396, hvítu í þvagi 62. Blóðflokkapróf ásamt Rh-prófi og blóðvarapróf með tilliti til sárasóttar framkvæmt á öllum konum. Blóðvara- prófið var jákvætt á 5 konum. 1 þeirra hafði aldrei fengið lækningu við þessum sjúkdómi. 3ja ára barn hennar reynd- ist einnig jákvætt við blóðvarapróf. Rvík. Barnadeild Heisluverndarstöðvarinnar annaðist allar bólusetningar og heilbrigðiseftirlit með börnum und- ir skólaskyldualdri í héraðinu. Deildinni bárust tilkynn- ingar um 1770 börn fædd á árinu, en afskipti hafði hún af 1719 þeirra. 47 börn komu ekki í leitirnar, hafa senni- lega farið úr bænum að sængurlegu móðurinnar afstaðinni, en aðstandendur 4 barnanna afþökkuðu aðstoð deildar- innar. Hverfishjúkrunarkonur eru nú 7 % <ein vinnur að hálfu hjá mæðradeild Heilsuverndarstöðvarinnar), og heimsóttu þær nýburana, jafnskjótt og barnadeildinni hafði borizt tilkynning um þá og síðan reglulega til 4 mánaða aldurs, og lengur, ef sérstök ástæða þótti til. Þær fylgjast með framförum barnanna, atlæti þeirra og eldi, auk þess sem þær sjá um, að komið sé með barnið á til- skyldum tíma til eftirlits og bólusetninga. Þau börn, sem á barnadeildina komu, og aðstandendur eða hjúkr- unarkonur óskuðu eftir, að yrðu læknisskoðuð, voru öli athuguð (einföld klinisk rannsókn) af læknum deildar- innar. Sá háttur var á hafður, að hverfishjúkrunarkonur höfðu hver um sig vikulega einn viðtalstíma (3 klst. í

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.