Ljósmæðrablaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
33
FÆÐINGARTÖNGIIM
Á 18. öld var þróun fæðingarhjálpar mjög ör, og má
þar sem helztu nýjung nefna fæðingartöngina. Saga
hennar nær að vísu aftur til 17. aldar, en er mjög á
huldu, og er helzta ástæðan sú, að tilvist hennar var
viljandi haldið leyndri. Vitað er, að við erfiðar fæð-
ingar í Englandi var venja að kalla á einhvem af Cham-
berlen-ættinni, sem með leynilegu áhaldi, er hulið var
ábreiðu, meðan það var notað, hjálpuðu lifandi barni í
heiminn á undarlega skömmum tíma.
Mann fram af manni gekk leyndarmálið um þetta
fæðingartæki í erfðir innan Chamberlenfjölskyldunnar,
afkomenda Hugenottafjölskyldu, sem flúið hafði frá
Frakklandi.
Gerð og notkun tangarinnar var arfur, sem jafnvel
kvenleggur ættarinnar hlaut og hafði með sér sem eins
konar heimanmund við giftingu. Telja má sannað, að
áhald þetta hafi verið fæðingartöng, hinn arðvænlegasti
gripur, þar sem um enga samkeppni var að ræða.
En brátt var það á enda. Um 1720 fór Pailfin læknir,
fátækur prófessor í líffærafræði og skurðlækningum fót-
gangandi til Parísarborgar, þar sem hann sýndi frönsku
vísindaakademíunni fæðingaráhald, tvö tíu þumlunga
löng skeiðlaga málmblöð á tréskafti. Þegar skeiðarblöð-
unum hafði verið smeygt sitt hvoru megin við höfuð
fóstursins í móðurlífi og dúk hafði verið vafið um
sköftin, mátti draga fóstrið út eins og tappa úr flösku.
Brátt varð algengt í Frakklandi áhald nefnt „tiretéte"
(dregið af sögninni tenir — draga og téte — höfuð)
eða „mains de Pailfin“, Pailfinshendur.
1 Englandi voru í fyrstu skiptar skoðanir um gagn-
semi þessa áhalds. Einn þekktasti fæðingar- og skurð-
læknir Englendinga um þessar mundir, William Hunter
(1718—1783), var algjörlega andvígur tæki þessu, og