Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 12
34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ sýndi hann iðulega sitt eigið áhald kolryðgað, sem sönn- un þess, að hann notaði það ekki við þær fæðingar er hann aðstoðaði við. Annar enskur fæðingarlæknir, William Smellie (1697 —1763), sem tók til meðferðar mörg athyglisverð atriði, t. d. þýðingu mjaðmagrindarmáls, er dæma skyldi um líkur fyrir eðlilegri fæðingu, jók mjög útbreiðslu fæðing- artengur með yfirgripsmikilli kennslu. Sjálfur hafði hann búið til töng, eingöngu úr tré, til þess að hinar fæðandi konur þyrftu ekki að hlusta á ónotalegt málmglamur. Seinna hefir tönginni verið breytt í það óendanlega, og hefir hún orðið einn hinn mesti bjargvættur í sögu lækn- islistarinnar,, og má í því sambandi hafa hugfast, að þetta áhald bjargar oft úr lífshættu tveim mannverum, bæði móður og barni. Heiðurinn af uppfinningu þessari á Pailfin með réttu, og má teljast lítt viðeigandi, að yfir einn af Chamberlen- ættinni var reist glæsilegt minnismerki í Westminster Abbey, við hlið frægustu lækna Englands, vegna þess að við hirðina fæddi mikilsmetin hertogafrú af Bucking- ham barn sitt giftusamlega með aðstoð hins leynilega tækis. Lauslega þýtt úr sænsku. J.J. BASARINN Ákveðið hefir verið að fresta um óákveðinn tíma ,,bas- ar“ þeim sem félagið auglýsti 14. maí. Sennilega verður hann ekki haldinn fyrr en í sept., eða byrjun október, verð- ur nánar skýrt frá því í júlíblaðinu, og dagblöðunum. Margar góðar gjafir hafa þegar borizt, en þátttakan er ekki nógu almenn, er hér með skorað á sem flestar ljósmæður að sýna rausn sína og áhuga, svo basarinn megi verða myndarskap þeirra samboðinn. Verið allar samtaka í því að senda eitthvað, smátt eða stórt, og það sem fyrst.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.