Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1963, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLABIIÐ 47 um orsakað góðkynja gulu, sem hverfur þó um leið og hætt er að gefa lyfið. Klorpromazin er framleitt undir ýmsum nöfnum, en þau þekktustu munu þó vera Largactil og Hibernal. Það er bæði framleitt í töflum, með mismunandi styrkleika (10, 25 og 100 mg.) og í hylkjum til innspýtingar. Klorpromazin er nú aðallega notað við meðferð á schizofrenisjúklingum. Oft er lyfið þá gefið í sprautum í fyrstu en síðan sem inntaka. Sumir sjúklinganna kvarta í byrjun um þreytu og slen, en venjulega lagast þetta, sjúk- lingarnir róast og auðveldara verður að tala um fyrir þeim. Lyfið er venjulega gefið í nokkra mánuði, og jafn- vel svo árum skiptir. Margir alvarlega veikir geðsjúk- lingar af þessu tagi hafa náð fullri heilsu, eftir að farið var að nota klorpromazin. Þó hefir þurft að gæta þess vandlega að hætta ekki lyfjameðferðinni of snemma, þar sem sjúklingunum hefir þá oft slegið niður aftur. Lyfið hefir einnig verið notað við sjúklegri hræðslu og sem svefnlyf.. Kloropromazin er í flokki lyfja er nefnast fentiazinlyf og hafa mörg ný lyf í þessum flokki verið framleidd á seinustu árum. Eitt þeirra er prometazin, sem venjulega er kallað Lergigan og hefur reynzt mjög vel við ýmsum sjúkdómum. Má þar m. a. nefna ofnæmi, sjó- veiki og lyfið styrkir einnig verkanir annarra lyfja eins og klorpromazin. Lergigan hefur reynst hið ágætasta svefnlyf og einnig verið notað sem róandi lyf. Það hefir ekki haft eins góð áhrif á schizforensjúklinga og Larga- ctil, en aftur á móti minni aukaverkanir. Lergigan er fram- leitt til innspýtingar og í töflum. Annað lyf-levopromazin, sem selt er undir nafninu Nozinan, hefir svipaðar verk- anir og klorpromazin, en hefir þrefalt öflugri styrkjandi áhrif á barbiturlyf. Nozinan hefir reynzt sérlega heppi- legt til þess að vinna bug á sjúklegri hræðslu. Lyfið er framleitt til innspýtingar og í töflum. Auk Hibernal, Lergigan og Nozinan er enn eitt fentia-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.