Freyr - 01.01.1904, Síða 6
PfiEYR.
* 2
það tœpast verið annað en ársrit Búnaðarfélags
Islands, er þá aðallega fiytji skýrslur félagsins
auk nokkurra stærri búnaðarritgjörða almenns
efnis. Víst er og það, að „Búnaðarritinu“ hafa
á síðari árum borist mikhi fleiri ritgjörðir en
það liefur getað á móti tekið, enda þótt það væri
miklum mun stœrra.
Vér teljum það aðalskilyrði fyrir því að bún-
aðarrit komi liér að verulegu gagni, að það
komi nokkuð oft út — að minsta kosti mánað-
arlega — liafi œði margbreytt efni, sem bœndum
sé jafnt fróðleikur, gagn og ánægja af að lesa,
og að i þrí'sé altaf eitthvað, sem verulegt ný-
unga eða fréttabragð er að, því að með því einu
móti er helzt að búast við, að menn fáist til
þess að lesa ritið alment; en það rit, sem getur
ekki laðað að sér lesendur, getur aldrei komið
að almennum notum, enda þótt það hafi mikinn
og gagnlegan fróðleik að geyma.
Vér munum kosta kapps um það, að gjöra
„Frey“ svo úr garði, að hann. nái almennings-
hylli, verði bœði aðgengilegt rit og eigulegt. Ætl-
um vér i þvi skyni meðal annars að láta hann
fiytja við og við myndir af innlendum og útlend-
um gripum, sem að einhverju leyti skara fram
úr og bœndum er bæði gagn og gaman af að
kynnast. — Til þess að reyna að tryggja kaup-
endum ritsins, að efni þess verði bœði sem bezt
og fjölbreyttast, höfum vér ákveðið að borga
þeim, sem iþað skrifa, sanngjörn ritlaun og von-
umst vér til þess að rit vort sleppi þá hjá efnis-
rýrð þeirri og megurð, sem þjáð hefur svo mörg
af btöðum vorum og timaritum, er lifað hafa
mestmegnis af gefins fæðu, enda er þess litil von
að menn til lengdar skrifi blaðagreinir án þess að
gjald komi fyrir. — Ytri frágang ritsins viljum
vér vanda, og þar sem það verður mun eigulegra
við það, að livert hefti er fest i kápu, höfum
Reiðhestakyn og
Hjá eDgri siðaðri þjóð mun hesturirm nú á
tímum hafa eins afarmikla þýðingu og
vér þann kost kosið, enda þótt kostnaðurinn við
útgáfuna aukist við það að miklum mun.
Þótt vér nú gjörum alt, sem góður vilji og
geta leyfir, til þess að gjöra „Freyu svo út, að
vel sé, er það þó aðallega undir yður komið,
heiðruðu landar, hvort tilvera hans verður skammœ
og gagnslítil eðu honum á að auðnast að vinna
nokkuð að heill og framjörum íslenzks landbún-
aðar.
Freyr er ágætastur allra Asa, segir i Eddu;
á liann er gott að heita til árs og friðar; liann
rœður og fésœlu manna.
„FBEYBU vill vérða bændum ágætastur allra
blaða, óskar öllum árs og friðar og hygst að
stuðla mjög að fésælu manna.
„FBEYBU á erindi við alla bændur á íslandi.
„FBEYBU flytur hugvékjur um hverskonar bú-
mál.
„FBEYB“ færir stöðugt nýjustu skýrslur um
verð og sölu útlendra og innlendra
landbúnaðarafurða.
„FBEYB“ segir fréttir.
„FBEYB“ veitir færi á að kynnast hélztu bún-
aðarhreyfingum utanlands og innan.
„FBEYBU flytur myndir við og við.
„FBEYBU rœðir landbúnaðarmál án þess að
heyra til neinum ákveðnum flokki.
„EBEYBU veitir rúm öllum þeim, sem eitthvað
nýtilegt hafa fram að bera landbún-
aðinum til gagns og þrifa.
„IBEYB“ borgar sanngjörn ritlaun öUum, sem
í liann rita.
„FBEYB“ kemur út í arkarheftum einu sinni í
mánuði.
„FBEYB“ flytur að jafnaði auglýsingar, sem
bœndum mega að gagni koma.
„FBEYB“ kostar að eins 2 kr. um árið.
áburðarhesta ky n.
hjá oss íslendingum, því að í raun og veru
má með sanni segja, að mikill hluti þjóðarinn-